Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 30

Réttur - 01.01.1946, Page 30
30 RÉTTUR með oflæti sínu til að grípa til einbeittra og harðra aðferða í sókn sinni. Svo var bæði um frönsku borgarastéttina og rúss- neska verkalýðinn. Því sterkari sem viðkomandi stétt verður á alþjóðlegan mælikvarða, því víðar um lönd, sem hún sigrar, því mildara mætti ætla að formið fyrir yfirráðum hennar yrði, vegna þess að hún er þá ekki aðeins fastari í sessi á alþjóðlegan mælikvarða, heldur má og búast við því, ef allt er með felldu, að andstöðustéttir hennar með öðrum þj óð- um slaki til og gefist jafnvel upp við að reyna að afrná skipu- lag hennar af jarðríki með ofbeldi. „Bandalagið helga“, afturhaldsbandalag konunga og fursta á 19. öld, dreymdi ennþá um það 1815 að hindra framgang borgaralega lýð- ræðisins og uppræta það með öllu, en eftir 1848 hafði það gefið upp alla von um slíkt. Auðfurstar nútímans, peninga- aðall Þýzkalands, Englands, Ameríku, dreymdi og um Jrað lengi vel eftir 1917 að kæfa framgang sósíalismans, aljrýðu- lýðræðisins, með því að eyðileggja fyrsta lýðvaldið, er aljDýðu- stéttirnar skópu, afmá fyrsta sósíalistíska ríkið. Það var hið alþjóðlega hlutverk fasismans frá sjónarmiði auðfurstanna að vinna þetta verk, til J:>ess var „andkomm- únistabandalagið" stofnað. Enn eru að vísu til voldugir auðfurstar, erkiafturhalds- samir blaðakóngar, haturssjúkir ævintýramenn, sem vanmeta svo vald og skynsemi lýðsins og ofmeta svo mátt atómsprengj- unnar, að þeir halda, að enn sé hægt að skapa nýtt „and- kommúnistabandalag" til þess að þrælka alþýðu allra landa, uppræta þjóðfrelsishreyfingar nýlendnanna og afmá sósíal- ismann. Firrur þessara manna eru að vísu stórhættulegar, líkt og firrur Hitlers voru á sínum tíma. Og þær kosta blóð og tár, og gætu kostað tilveru mannkynsins, ef það tækist að vinna þeim almennt fylgi, — en firrur verða þær von- andi þó, því að lýðvaldið í heiminum er orðið svo sterkt, að lítil líkindi eru til þess að nokkur nátttröll afturhaldsins geti grandað því. Sóknin til lýðræðis heldur áfram hraðar nú en nokkru

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.