Réttur - 01.01.1946, Síða 34
34
RÉTTUR
orð á sér strax á 16. öld að vera óstýrilát, erfið erlendum
yfirdrottnurum — og að engilsaxnesk heimsblöð kvarta enn
um það, hve viðkvæmir íslendingar séu varðandi frelsi sitt.
Frelsisástin er þjóð vorri svo í blóð borin að erfitt verður
að stinga þeirri þrá svefnþorn, hvaða brögðum, sem ame-
rískir auðdrottnar kunna að beita. En sú frelsisást er snar
þáttur hvers raunhæfs lýðræðis.
Þá er í þriðja lagi jafnréttið.
Jafnréttishugsjónin hefur löngum verið sterk með þjóð
vorri, sökum þess að hún er órjúfanlega tengd þeirri mann-
gildishugsjón, sem einkenndi þjóðfélag vort til forna, þrátt
fyrir höfðingjavaldið, — og er einn bezti þáttur kristninnar,
eins og hún hefur verið réttast skilin hér á landi. Þá hefur
það og ýtt undir jafnréttishugsjónina meðal alþýðu, að löng-
um var meginhluti þjóðarinnar fátæk alþýðustétt, mestöll
arðrænd af erlendum drottnum. Smæð þjóðarinnar hefur
og gert það að verkum, að jafnréttishugmyndin nær sterk-
ari rótum, þar sem liver einstaklingur verður þjóðarheild-
inni dýrmætari en verða myndi í stærri þjóðfélögum. —
Jónas Hallgrímsson hefur allra skálda mest orpið bjarma
á fornöld vora í kvæðum sínum, en þó vantar ekki gagnrýni
lians á höfðingjavaldinu forna og kröfu alþýðunnar um
jafnrétti, svo sem vísuorðin alkunnu sýna:
„Á Alþinginu áður var
ekki neitt nema höfðingjar;
bíddu nú við, og sjáðu senn:
svona á það að verða enn.“
íslenzk alþýða hefur að vísu á erfiðustu tímum sínum oft
sætt sig við hið „sorglega jafnrétti til dauðans" svo notuð séu
orð Sören Kierkegaards. Það kom jafnt fram í ferskeytlum
sem Passíusálmum,*
* Sbr.:
„Þó þú berir fínni flík
og fleiri í viisum lykla,