Réttur


Réttur - 01.01.1946, Side 35

Réttur - 01.01.1946, Side 35
RÉTTUR 35 En sú jafnréttishugsjón nægir henni ekki, eftir að þjóðin er orðin frjáls og fátæktarokinu loks létt af henni. í augum íslenzku þjóðarinnar verður jafnréttið raunhæf krafa: Allir íslendingar skulu hafa sama rétt til fósturjarðarinnar, auð- linda hennar á landi og sjó, sarna rétt til atvinnu og góðrar lífsafkomu, sömu möguleika til menntunar og hagnýtingar hæfileika sinna sjálfum sér og þjóðarheildinni til blessunar. Eftir sjö alda baráttu fyrir frelsi sínu og menningu, mun þjóðin ekki þola að börnum hennar sé aðeins heitið jafnrétti til gæða landsins og menningar þeirrar, sem þjóðin er stolt af, en í framkvæmdinni verði það fyrirheit lagabókstafur einn, af því fátækt mikils hluta þjóðfélagsþegnanna ritiloki þá frá því að neyta þessara mannréttinda, allt frá ritfrelsi og prentfrelsi til atvinnu- og afkomuöryggis. íslenzka þjóðin mun ekki verða eftirbátur annarra þjóða í því að framkvæma, eigi aðeins lagalegt, lieldur og efna- liagslegt jafnrétti börnum sínum til handa. í fjórða lagi bræðralagið. Orðalag þessarar hugsjónar er suðrænna þjóða. Oss kald- lyndari Norðurlandabúum finnst fullmikið tilfinningabragð að hugtaki þessu. Eigi dáurnst vér þó minna að inntaki þess en aðrir. Og fáum er samheldnin, sem í því felst, nauðsyn- legri en einmitt oss íslendingum, svo ríkt sem norrænt ein- staklingseðli og keltnesk sundrung er með þjóð vorri. Sam- heldnin er nú rneir en nokkru sinni tilveruskilyrði þjóðar vorrar. Bezt verður sú samheldni framkvæmd með því, að þjóðin sé öll ein hagsmunaheild. Meðan því þjóðfélags- ástandi er viðhaldið, að á togist fámenn og vellauðug og voldug höfðingjastétt og fjölmenn vinnandi alþýða til sjávar og sveita, þá er alltaf hættan á, að svo fari sem á Sturlunga- okkar verður lestin lík á lokadaginn mikla." Eða: „í yztu myrkrum enginn sér aðgreining höfðingjanna."

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.