Réttur


Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 35
RÉTTUR 35 En sú jafnréttishugsjón nægir henni ekki, eftir að þjóðin er orðin frjáls og fátæktarokinu loks létt af henni. í augum íslenzku þjóðarinnar verður jafnréttið raunhæf krafa: Allir íslendingar skulu hafa sama rétt til fósturjarðarinnar, auð- linda hennar á landi og sjó, sarna rétt til atvinnu og góðrar lífsafkomu, sömu möguleika til menntunar og hagnýtingar hæfileika sinna sjálfum sér og þjóðarheildinni til blessunar. Eftir sjö alda baráttu fyrir frelsi sínu og menningu, mun þjóðin ekki þola að börnum hennar sé aðeins heitið jafnrétti til gæða landsins og menningar þeirrar, sem þjóðin er stolt af, en í framkvæmdinni verði það fyrirheit lagabókstafur einn, af því fátækt mikils hluta þjóðfélagsþegnanna ritiloki þá frá því að neyta þessara mannréttinda, allt frá ritfrelsi og prentfrelsi til atvinnu- og afkomuöryggis. íslenzka þjóðin mun ekki verða eftirbátur annarra þjóða í því að framkvæma, eigi aðeins lagalegt, lieldur og efna- liagslegt jafnrétti börnum sínum til handa. í fjórða lagi bræðralagið. Orðalag þessarar hugsjónar er suðrænna þjóða. Oss kald- lyndari Norðurlandabúum finnst fullmikið tilfinningabragð að hugtaki þessu. Eigi dáurnst vér þó minna að inntaki þess en aðrir. Og fáum er samheldnin, sem í því felst, nauðsyn- legri en einmitt oss íslendingum, svo ríkt sem norrænt ein- staklingseðli og keltnesk sundrung er með þjóð vorri. Sam- heldnin er nú rneir en nokkru sinni tilveruskilyrði þjóðar vorrar. Bezt verður sú samheldni framkvæmd með því, að þjóðin sé öll ein hagsmunaheild. Meðan því þjóðfélags- ástandi er viðhaldið, að á togist fámenn og vellauðug og voldug höfðingjastétt og fjölmenn vinnandi alþýða til sjávar og sveita, þá er alltaf hættan á, að svo fari sem á Sturlunga- okkar verður lestin lík á lokadaginn mikla." Eða: „í yztu myrkrum enginn sér aðgreining höfðingjanna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.