Réttur


Réttur - 01.01.1946, Side 74

Réttur - 01.01.1946, Side 74
74 RÉTTUR öldinni. í því sambandi spáði hann endurkomu nazismans. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga þessar bendingar um fyrirætlanir nazista eftir stríð, ef vér eigum að skilja mikil- vægi þeirrar afturhaldsherferðar, sem nú er hafin víða um lönd og fylgir svo trúlega fyrirsögn nazistanna. Þessi við- leitni gerði þegar vart við sig í hinum dularfullu atvikum að stríðslokunum, þegar heilir þýzkir herir gáfust upp bar- dagalaust á vesturvígstöðvunum, jafnframt því sem Þjóð- verjar börðust örvæntingarbaráttu á austunu'gstöðvunum, í afstöðunni til Dönitz-stjórnarinnar, í framhaldandi viður- kenningu á þýzkum hereiningum þvert ofan í Potsdam- samþykktirnar o. s. frv. Ræða Churchills í þessu ljósi þurfum vér að meta mikilvægi ræðu Churc- hills í Fulton og áróðurs hans síðan. Hin fallna, blóði drifna skikkja Andkonnnúnistabandalagsins hefur verið tekin upp aftur og lögð yfir nýjar herðar. Hið brostna básúnukall um „krossferð hinnar kristnu siðmenningar“ gegn „kommún- istahættunni" og „útþenslu“ Ráðstjórnarríkjanna hljómar nú af nýjum vörum. Hinar hrörlegu afturgöngur Hitlers, Ribbentrops og Göbbels, sem um svo mörg ár höfðu staðið að sérhverri kaldrifjaðri og glæpsamlegri árásarfyrirætlun, eru aftur komnar á kreik. Og glottandi draugur Göbbels getur núið hendurnar af ánægju yfir liinum nýja lærisveini sínum. Síðasta tilraun glæfraspilarans Það er ekki erfitt að skilja heiftina að baki þessari síðustu örvæntingarfullu krossferð hins sigraða Churchills, manns- ins, sem beið svo herfilegan ósigur, er hann reyndi að kæfa hin ungu Ráðstjórnarríki í blóði, mannsins, sem hjálpaði til að ryðja styrjöldinni braut með lofræðum sínum um jap-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.