Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 5

Réttur - 01.01.1950, Page 5
RÉTTUR 5 — Fjær — — nær — og' f jær og nær í senn slær þögn á hennar gný við hljóöan grát, ekkasáran. — Ó, þögla angist þúsunda! — Þjáning. — — Myrkur? — Er eldskin eldanna — Ijósstorkan leifturbráðin — er hún ei myrkrið án greinar nokkurs geisla — augans nótt, er hinzt og svörtust sortnar? — Og allt að einu blindum sjáldrum, hverfðum að hjartans kviku, horfast mín augu í sjónir við sig sjálf — mig sjálfan — sleginn val og lemstruð lík í múgum — mig sjálfan — flýjandi skugga, sem rasa um rauðar glóðir — mig sjálfan — ----- barn ---- sem fórnar til himins höndum — augum barns — er brosir gegnum tár, krjúpandi’ í eldanna auðn, ösku og dreyra.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.