Réttur - 01.01.1950, Síða 12
12
RÉTTUR
framgjarnir menn töldu mikla vöntun á viðskiptafróðum mönnum
í hinu nýja lýðveldi. Og að þessu sinni var faðir hans ánægður og
veitti honum nokkurn styrk, því að hann þóttist nú sjá að Mao
væri búinn að hlaupa af sér hornin og ætlaði að gerast nýtur kaup-
maður. En það átti ekki fyrir Mao að liggja að verða lærður kaup-
sýslumaður. Honum féll illa skólavistin, sérstaklega vegna þess
að mest af kennslunni fór fram á ensku, en hann og fleiri nem-
endur skildu lítið í því tungumáli. Þá fór hann í nýjan gagnfræða-
skóla, en geðjaðist ekki að kennslunni og ákvað að mennta sig eftir
eigin aðferðum.
Hann íór á morgnana í bókasafnið og sat þar við lestur mest-
allan daginn. Einkum las hann landafræði og veraldarsögu og
fræðibækur eftir ýmsa erlenda höfunda svo sem Adam Smith,
Darwin, Stuart Mill, Rousseau og Montesquieu. En það var ekki
ætlun föðlir hans að fleygja út peningum til þess að Mao gæti velt
sér í alls konar gagnslausum og bráðhættulegum bókmenntum.
Hann tók af honum styrkinn.
Þegar Mao hafði um skeið lifað sönnu sultar- og bókaormslífi
fór hann að hugsa um hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur
seinna í lífinu. Ýmsir kunningjar hans höfðu sagt honum frá ný-
stofnuðum skóla sem kallaður var Normalskóli. Tveir þeirra höfðu
hug á að komast í hann og fengu Mao til að semja fyrir sig rit-
gerðir sem heimtaðar voru við inntökupróf. Hann lét sig þá ekki
muna um að semja þá þriðju fyrir sjálfan sig og stóðst þannig
þrisvar inntökuprófið, því að allar voru ritgerðirnar teknar gildar.
í þessum skóla var hann í fimm ár og útskrifaðist sem stúdent frá
honum.
Á þessum árum kynntist Mao allmikið stjórnmálum, bæði af
lestri bóka og samneyti við ýmsa menn. í skólanum las hann þjóð-
félagsfræði af mestum áhuga.
Sumarið eftir að hann brautskráðist úr skólanum fór Mao ásamt
einum skólabróður sínum í langt ferðalag fótgangandi um fimm
sýslur þar í grenndinni. Bændurnir tóku þeim hvarvetna með
mestu gestrisni. Upp úr þessu fór Mao að hugsa um að stofna eins
konar ungmennafélag. Hann auglýsti eftir ungum mönnum sem