Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 26

Réttur - 01.01.1950, Page 26
26 RÉTTUR „Þú ert svo sæt,“ sagði hann bara. Og svo ly£ti hann henni alveg upp á legubekkinn og.... „Nei, þetta máttu ekki! “ „Ekki? Ég hélt að þú ætlaðir að vera góð við mig.“ Nokkurra augnablika þögn. Hugsanir, sem þjóta með eldingar- hr^ða um fjarvíddir hugans í árangurslausri leit að svari. — Hjart- sláttur — ótti. Og þó var það þetta, sem hún vildi, að hann langaði til — það er að segja að undangengnum þeim nauðsynlega formála, að hann bæði hennar. Að þessu sinni yrði hún að hafa eitthvað til að fóta sig á — eitthvað, sem hún skildi til fulls og hægt var að treysta. „Sigga, líkar þér illa við mig?“ (Því sagði hann ekki eitt orð um, að sér þætti vænt um hana, eða spurði hana, hvort henni þætti vænt um hann? Gat það verið, að honum þætti ekki vænt um hana? Hún trúði því varla. Hvers vegna sótti hann þá svona mikið eftir félagsskap hennar? Var það bara.... ?) Hún fann hönd hans strjúkast upp eftir fótlegg sínum undir kjólnupi og upp fyrir hnéð. Aftur fór æsandi kennd um vitund hennar. En hún mátti ekki — mátti ekki láta hana ná valdi yfir sér. 1 hug hennar börðust tvær ólíkar tilfinningar, óljós óánægja við þennan mann, sem vildi krefjast þess, sem hann hafði ekki ennþá unnið sér til réttar að njóta, og löngun hennar eftir atlotum karl- mannsins, því að vissulega var hún kona og þetta var karlmaður, sem hún gat fellt sig við, meira að segja lítið eitt ásthrifin af. En nú reið á að gæta varúðar.... Hægt en ákveðið fjarlægði hún kitlandi hönd hans og ýtti hon- um frá sér. Uti á götunni flautaði bíll. Hún tók ákvörðun. Hún ætlaði að standa á fætur og segja hon- um, að hún væri að fara. Þá byrjaði hann að tala — ekki um hana, heldur sjálfan sig. Hann var allt í einu orðinn alvarlegur og sjálfs- meðaumkvun í rödd hans.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.