Réttur - 01.01.1950, Síða 28
28
R É T T U R
hefur stolizt út frá okkur, og við getum hvergi fundið hana.
Hvert heldurðu, að hún hafi getað farið?“
Sigga náfölnaði, og henni fannst hún vera að hníga niður. í
næsta svipan hljóðaði hún upp yfir sig.
,,Þú þarft ekki að vera svona hrædd, Sigga. Við erum sko ekki
búin að leita mjög mikið, enda getur verið, að Kata sé búin að
finna hana núna. Heldurðu, að það geti skeð, að hún hafi farið
alla leið heim, upp á Þórsgötu? Ég er með bíl, svo að við erum
ekki lengi að bregða okkur þangað.“
Þau fundu hana sitjandi í krapablautum tröppunum að eldhús-
innganginum, þar sem hún var vönust að ganga út og inn með
móður sinni. Hún virtist hvorki geta talað né grátið fyrir kulda.
Það var ekki fyrr en þau voru komin með hana inn og móðirin
hafði haldið á henni um stund í faðmi sínum, að hún lét nokkuð
til sín heyra nema vesaldarlegar stunur.
„Mamma ekki fa-a fá Dísu,“ stundi hún að lokum með lágri
barnsrödd sinni.
Þau vissu ekki, hve lengi hún hefði setið þarna fyrir utan lok-
aðar dyrnar. Gamla húsmóðirin, sem var ein heirna, hafði víst ekki
heyrt til hennar, kannske verið sofandi. Bróðirinn og mágkonan
sögðu, að þetta hefði ekki getað verið langur tími. Telpan hefði
verið með einhverja óþekkt og ekki viljað sofa á legubekknum,
þar sem þau höfðu lagt hana og breitt yfir hana sæng. Svo höfðu
komið tveir gestir, og líklega skilið eftir opnar dyrnar, því að
nokkru seifina var telpan horfin. Þau minntust hins vegar ekkert
á, að það hafði verið hafinn söngur skömmu eftir komu þeirra, og
síðan orðið all-háværar deilur milli þessara gesta um það, hvor
þeirra hefði lent út af laginu.
• Síðan var sent eftir næturlækninum. Hann gaf þann úrskurð, að
barnið hefði ofkælzt alvarlega, skrifaði lyfseðil og fór.
Þegar bróðirinn og mágkonan voru farin, kom gamla konan til