Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 34

Réttur - 01.01.1950, Síða 34
I 34 RÉTTUR fylla þau á fyrst og fremst að meta þá. Þessi skilyrði eru: 1. Að allir hafi viirnu við sem hagnýtust störf. 2. Að þeir vinni með sem fullkomnustum tækjum, vinna þjóðfélagsins sem heildar sé sem bezt skipulögð, auð- lindirnar sem skynsamlegast hagnýttar og hráefni sem mest fullunnin. 3. Að íslendingar séu eigi arðrændir af framandi þjóðum, en innanlands njóti hinar vinnandi stéttir arðsins af vinnu sinni. 4. Að Islendingar geti ætíð örugglega selt allt, sem þeir geta framleitt til útflutnings. Við skulum nú athuga átökin um efnahagsstefnu þjóð- arinnar síðasta áratug í Ijósi baráttunnar fyrir því að full- nægja þessum skilyrðum. 1. Barátta Sósíalistaflokksins við afturhaldið fyrir at- vinnu handa öllum. Stríðið og hernámið hafði skapað þá aðstöðu hér á Is- landi að atvinnuleysið harf. Með því að hagnýta sér það atvinnuástand, sem þarmeð hófst, — eftirspurn eftir vinnu- afli, sem varð meir en framboðið — tókst verkalýðssamtök- unum að ráðum Sósíalistaflokksins að hækka kaup sitt, þannig að lífvænlegt var. Verkefnið, sem lá fyrir Sósíalistaflokknum 1944 sem flokki alþýðunnar, var að tryggja alþýðunni og þar með þjóðinni fulla atvinnu eftir stríð. Full atvinna þýddi ekki aðeins vaxandi auð fyrir þjóðarheildina, hún þýddi líka afnám þeirrar eymdar, sem atvinnuleysið bakar verkalýðn- um, þess drepandi kvíða fyrir morgundeginum, sem at- vinnuleysismaran skapar, — full atvinna þýddi öryggi fyrir þúsundir alþýðuf jölskyldna, sem ella urðu skortinum að bráð. En atvinna fyrir alla 'hafði einnig aðra afleiðingu, sem var þyrnir í augum alls afturhalds og stóratvinnurekenda.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.