Réttur


Réttur - 01.01.1950, Side 38

Réttur - 01.01.1950, Side 38
38 RÉTTUR áraiígrar þeirrar þokkalegu stefnu fóru hinsvegar ekki að sýna sig að fullu fyrr en nú, sökum þess að allt fram á árið 1949 héldu nýsköpunartækin áfram að koma og kref j- ast nýs vinnuafls. Einokunartök fjárhagsráðs og Lands- bankavaldsins á atvinnulífinu komust nú í algleyming og markaðskreppa auðvaldslandanna birtist gagnvart Islandi í allri sinni ógn, eftir að Marshallf jötrarnir höfðu bundið Island við hinn hrynjandi viðskiptaheim auðvaldslandanna. Skal síðar í grein þessari nánar rætt hvað nú við blasir, eftir að afturhaldinu tókst, með því að halda velli í kosn- ingunum 1946 og 1949, að sigra í baráttunni gegn fullri at- vinnu handa alþýðu manna. 2. Barátta Sósíalistafloltksins við afturhaldið fyrir ný- sköpun atvinnulífsins. Sósíalistaflokkurinn hefur allra flokka mest barizt fyrir því að landsmenn fengju sem fullkomust tæki til að vinna með. Nýsköpunartímabilið er þjóðinni bezt sönnun þess. Þá hefur Sósíalistaflokkurinn beitt sér eftir mætti fyrir því að vinna þjóðarinnar sem heildar yrði sem bezt skipu- lögð, en rekizt þar á hina harðvítugu andstöðu afturhalds- ins, fyrst og fremst heildsalanna og skriffinnskunnar, sem ekki vilja láta draga úr því verzlunar- og skriffinsku-bákni, sem er að drepa þjóðina. Sósíalistaflokkurinn hefur allra flokka ákveðnast sett fram tillögur um hagnýtingu allra auðlinda þjóðarinnar, — jafnt fiskimiðanna, jarðarinnar sem vatns- og hvera- orkunnar. En hagnýting þessara auðlinda hefur mætt mót- spyrnu þeirra auðhringa sem sameinaðir eru í Marshall- stofnuninni, eftir að við vorum gerðir háðir henni. Ennfremur hefur Sósíalistaflokkurinn beitt sér fyrir því að hráefni vor yrðu sem mest fullunnin. Fiskiðjuver ríkisins er eitt dæmi0 — en sú staðreynd, að það mikla fyrir- tæki, sem getur framleitt milljónir í gjaldeyrp skuli ekki

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.