Réttur - 01.01.1950, Side 39
RÉTTUR
39
fást fullgert sakir fjandskapar fjárníálavaldsins sýnir
bezt við 'hve ramman reip er að draga, þegar knýja á fram
atvinnulegar framfarir í landi voru.
Af þessum atriðum hefur nýsköpun atvinnulífsins, hin
mikla f járfesting í nýsköpunartogurunum og öðrum fram-
leiðslutækjum 1945—’47, orðið mest deilumál.* M. a. hafa
hagfræðingar þeir, sem útbjuggu gengislækkunarlögin
1949, Benjamín Eiríksson og Ólafur Björnsson, deilt á þá
ráðstöfun að kaupa þessi tæki þá í stað þess að láta kaupa
þau smámsaman eftir því hvað þjóðin fengist sjálf til
þess að spara. Harðast deildu þeir á stofnlán þau, er Lands-
bankinn var knúinn til að láta, til þess að hægt væri að
kaupa nýsköpunartogarana o. fl. Framsókn greip þessa
gagnrýni fegins hendi og Sjálfstæðisflokkurinn samsinnti
henni.
Þessi gagnrýni hagfræðinganna er bezta sönnunin fyrir
því hve hringavitlausar hugmyndir þeirra eru um mögu-
leikana á þróun íslenzks atvinnulífs og hve hrapalega ís-
lenzku þjóðinni hefði farnast 1944—’47, ef hún hefði farið
eftir þeirra kenningu og hve illa muni fara fyrir 'henni nú,
ef hún trúir þeim.
Hver 'hefði orðið afleiðingin 1944, ef sparnaður einstakl-
inganna og vilji bankanna hefði verið látinn ráða um kaup
nýsköpunartogaranna t. d. ?
1944 og 1945 trúðu togaraeigendur ekki á það að ráðlegt
væri að semja um smíði á togurunum í Bretlandi. Þeir
sögðu að brezkir útgerðarmenn ætluðu að bíða, þar til
hálfu öðru ári eftir stríð (þ. e. til 1947—’48), þá yrði
ódýrara að kaupa togara. Þessir íslenzku stórútgerðar-
menn áttu að vísu peninga til þess að geta keypt togara,
margar milljónir í nýbyggingarsjóðum, en þeir hefðu ekki
keypt þá fyrr en. máske 1947—’48 og þá fengið togarana
* Ég hef í Rétti 1948 skrifað það mikið um „nýsköpunina“ að
ég endurtek það ekki hér.