Réttur


Réttur - 01.01.1950, Side 54

Réttur - 01.01.1950, Side 54
54 RÉTTUR með gengislækkuninni sem gerir alla þá miklu f járfestingu, sem íslenzkum framförum er nauðsyn, nær ókleifa. Samfara þessu er svo þulinn látlaus blekkingaráróður afturhaldsins um bölvun fjárfestingarinnar, — um að ,,lausn vandamálanna“ sé að flytja inn nóg af dýrum neyslu- vörum, sem engir nema auðmenn geti veitt sér, — og gera nógu lítið af framkvæmdum, svo atvinnuleysið haldi kaup- gjaldinu niðri og fátæktinni við. Sú hækkun dollarins úr kr. 6.50 í sept. 1949 upp í kr. 16.24 í marslok 1950, sem nú er að leiða skortinn inn á heimili alþýðunnar, hún stöðvar líka þróun stóriðju á Is- landi og veldur stöðvun í landbúnaðinum, þar sem hin lífsnauðsynlega vélbylting var hafin. Þegar allar landbún- aðarvélar, varáhlutir til þeirra og rekstursvörur, fóður- mjöl og áburður allt að því þrefaldast í verði, þá er auðséð hvemig fer um framhald á þeim stórstígu framfömm, sem hafnar voru í landbúnaðinum. Sú pólitík, sem Bandaríkjastjórn rekur gagnvart Islandi er nýlendupólitík. Hið volduga ameriska ’auðvald er að brjóta niður efnahagslegt sjálfstæði íslands, koma öllu efnahagskerfi vom undir sitt eftirlit, ná í sínar hendur valdinu yfir því hvernig vér Islendingar byggjum upp at- vinnulíf vort, — og ameríska auðvaldið notar allt þetta vald sitt til þess að gera oss íslendinga fátæka og sér und- irgefna. Meira að segja sú auðmýking er ekki spöruð Marshallflokkunum þrem hér að undirgangast það að reka auglýsingastarfsemi fyrir ameríska auðvaldið og ágang þess gagnvart íslendingum (8. gr. Marshallsamningsins). Undan slíkum auglýstum samningum hefði „dönskum Is- lendingum" fyrrum sviðið. En „amerískum Islendingum“ virðist mega bjóða allt. Það sýnir þjóð vorri bezt í hverri hættu hún er, andlega sem efnahagslega. Marshallstefnan sýnir sig, þegar blekkingarnar um „risa- áætlunina" fara að gleymast, að þýða efnahagslega einok- un Islands undir yfirdrottnun ameríska og enska auðvalds-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.