Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 56

Réttur - 01.01.1950, Síða 56
56 RÉTTUR á alla slíka verzlun sem „pólitíska" og banna þjónum sín- um hana. í Marshall-skýrslu þeirri, sem Paul Hoffmann, framkvæmdastjóri Marshallstofnunarinnar, gefur út 14. febrúar 1949 í Washington um ísland, segir hann um hin miklu viðskipti Sovétríkjanna við Island 1946 og 1947, að þau hafi ,,ef til vill verið gerð af pólitískum ástæðum“ („perhaps for political reasons“, bls. 11). — Og þá þarf svo sem ekki að sökum að spyrja: ameríska auðvaldið forð- ar íslandi frá þeirri hættu að Sovétríkin hafi viðskipti við ísland með því að láta erindreka sína í ríkisstjórninni slíta þessi viðskipti með nógu úthugsuðum móðgunum gagnvart Sovétríkjunum. (Sjá að öðru leyti grein mína „Viðskiptin í Austurveg“ í síðasta hefti Réttar). Hið sérkennilega við efnahagsástandið hér á landi nú, er kreppan skellur yfir, andstætt því, sem var 1930—’31, er m. a. að þar sem verzlun var tiltölulega frjáls þá, þá er hún nú öll rígbundin undir vald ríkisstjórnarinnar. Hefði því verið 'hér að völdum ríkisstjórn, sem vildi firra þjóðina ógn- um kreppunnar, þá var það hægur leikur. Slík stjórn hefði með mjög víðtækum viðskiptasamningum við kreppulaus lönd sósíalismans, getað velt af Islandi boðum kreppunnar. En hlutverk ríkisstjórnarinnar reynist nú allt annað: Hún beinlínis skipuleggur kreppuna yfir þjóðina. Við skul- um gera okkur þetta betur ljóst með því að athuga ástand verzlunarmálanna: Útflutninguriim er allur einokaður imdir ríkisstjórnina. Enginn Islendingur má flytja út afurðir án hennar leyfis. Engan samning um vöruskipti, þó nauðsynjar séu keyptar, má gera'án Ieyfis fjárhagsráðs, m. ö. orðum: skriffinnskan drepur þá möguleika, áður en hægt er að nota sér þá. — Ríkisstjórnin lætur sérréttindafólk sitt sitja að öllum út- flutningnum. Síðan er alþýðunni sagt, að ekki sé hægt að selja, ef gæðingar stjórnarinnar hvorki sjá sölumöguleik- .ana né vilja nota þá. Svo fær fólkið að svelta atvinnulaust undir einokunarstjórn skriffinnskunnar.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.