Réttur


Réttur - 01.01.1950, Side 59

Réttur - 01.01.1950, Side 59
RÉTTUR 59 hún yrði aðeins smáræði, og hinn óameríski hluti vestræna heimsins myndi haga sér eins og Ameríka væri ekki til. Þetta gæti komið á jöfnuði í verzluharviðskiptunum, en það væri engu að síður tgkmarkalaus ógæfa (measureless calamity) .... Því það er efasamt að það sé nokkuð annað forðabúr en Rússland og Austur-Evrópa fyrir gnægð korns og annarra hráefna.“ Og 24. júlí 1949, segir hið sama blað: „Ef dollarakreppan er athuguð aðeins sem hagfræðilegt vandamál, án tillits til æðri þarfa á brezk-amerískri einingu, þá er lausn hennar þessvegna einfaldlega sú að leiðirnar skilja. En þaðj er ekki til meiri pólitísk ógæfa“. Auðmannablöð eru oft hreinskilin, þegar þau skrifa fyrir auðmannastéttina sjálfa. fslendingum var sagt 1947 að Marshallsamningurinn væri gerður, til þess að hjálpa íslendingum að yfirvinna dollaraskortinn og verða óháðir Ameríku! — Nú er viður- kennt að það væri auðvelt að koma á verzlunarjöfnuði og útrýma dollaraskortinum, — en það má ekki gera það, því þá yrðum við óháðir Ameríku! Paktorar dönsku selstöðuverzlananna 1880 hugsuðu rétt frá dönsku sjónarmiði, er þeir sögðu að viðskiptin við Eng- land væru „landráð við móðurlandið“. Þeir sáu, að ef við slitum okkur undan verzlunarokinu, myndi stjórnfrelsið að lokum vinnast. Eins er það nú: Amerísku auðhringarnir og íslenzkir „faktorar“ þeirra vilja viðhalda engilsaxneska verzlunarokinu á íslendingum, til þess að halda tökum á landinu og herða enn að oss. Þeir vilja ekki sleppa einokuninni, af því þeir óttast að fs- land geti þá sjálft selt alla sína framleiðslu og keypt allar sínar nauðsynjar, þurfi hvorki að betla né skorta, — en þá yrði ísland líka óháð og léti engin ríki ná tökum á sér. Þessvegna er einokunarkerfinu á landi voru haldið, til þess að reyra íslendinga fastar á engilsaxneska (brezk- bandaríska) klafann. Og þessvegna er nú kreppan skipu-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.