Réttur - 01.01.1950, Síða 65
RETTUR
65
þessara stórfljóta; láta þau hætta að renna til norðurs, en bægja
þeim suður aftur, eða réttara sagt í suövestur.
Stíflan í Yenisei er fyrir sunnan borgina Igarka (fyrir norð-
an heimskautsbaug). Fyrir ofan þessa stíflu myndast einnig
stórt stöðuvatn, en úr því er svo vatninu veitt um 400 km langan
skurð í stóra vatniö ofan við Ob-stífluna, en það vatn er skeifu-
lagað og teygir annan arminn móti skurðinum. Útrás vatnanna
beggja verður svo gegnum 4000 km langan árfarveg í suðvestur
til Aralvatns og þaðan austur gegnum Túran-sléttuna út í Kaspía-
haf.
ATOMORKA TIL FRIÐSAMLEGRA NOTA
Þegar Davidov útskýrði áætlun sína í Orkumálastofnuninni í
Moskvu, þá benti hann áheyrendum sínum á Turgai-skörðin
milli Úral og Kákasusfjalla. „Þetta er erfiðasti hluti fyrirtækisins"
sagði hann. „Turgai'-skörðin liggja á vatnaskilum milli Vestur-
Síberíu og.Aral-Kaspía-sléttunnar. Flæsti hluti þeirra er 49 metrum
hærri en vatnsborÖ fljótanna, þegar búið er að stífla þau. Þennan
þröskuld þarf að sprengja úr vegi. Þarna þarf að grafa skurð, sem
verður að vera 930 km langur og tuttugu metra djúpur svo að
vatnið fái framrás.“ Sumir af eldri vísindamönnunum hristu nú
höfuðin og hugsuðu „þetta er óframkvæmanlegt", en Davidov
sat við sinn keip: „Þetta er vissulega mjög erfitt úrlausnar, en
þið megið trúa mér að með þeirri tækni, sem við höfum nú yfir
að ráða, er þetta leysanlegt“.
Nú á öSru ári eftir aS þessi merkilegi fyrirlestur var kaldinn,
veit heimurinn bvernig sovét-verkfrœðingarnir hafa sigrazt á
stærsta erfiSleikanum í áætlun Davidovs. ÞaS var i Turgai-skörð-
um, sem sprengingarnar fóru fram, sem Ameríkanar urðu varir
við á jarðskjálftamælum s'tnum. Það voru þessar sprengingar, sem
ollu því að Truman, Bandaríkjaforseti, þaut í ofboði i hljóð-
5