Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 71

Réttur - 01.01.1950, Síða 71
RETTUR 71 Þessu næst bar Framsóknarflokkurinn fram vantraust á ríkis- stjórnina og var það samþykkt 1. marz, gegn atkvæðum Sjálf- stæðisflokksins. Um vantraust þetta skrifaði Morgunblaðið í forustugrein 3. marz: „Sú mynd, sem íslenzka þjóðin sá af löggjafarsamkundu sinni í fyrrakvöld, er útvarpað var umræðum um vantrauststillögu Framsóknarflokksins, er einhver sú ömurlegasta, sem um getur. Stjórnmálaflokkur, sem lýst hefur fylgi sínu við viðreisnartillögur til þess að afstýra efnahagslegu öngþveiti og voða (svo!), flytur vantraust á ríkisstjórn, sem undirbúið hefur málið'og lagt það fyrir Alþingi.“ Að því búnu voru samningar hafnir að nýju. 14. marz var hin nýja samstjórn afturhaldsins kynnt á Alþingi. Forsætisráðlierra var Steingrímur Steinþórsson. Aðrir ráðherrar voru: Olafur Thors, Bjarni Benediktsson, Björn Ólafsson, Eysteinn Jónsson og Her- mann Jónasson. Öll mikilvægustu ráðuneytin voru í höndum íhaldsins, nema Eysteinn Jónsson fékk fjármálin, sem ekki þóttu eftirsóknarverð, enda ekki hægt að finna afturhaldssamari mann á þeim vettvangi. Björn Ólafsson, fulltrúi heildsalanna, fékk við- skiptamálin, Bjarni Benediktsson fékk utanríkismálin og dóms- málin og Ólafur Thors sjávarútvegsmálin. Málefnagrundvöllur nýju stjórnarinnar var sá einn, að afgreiða frá Alþingi gengislækkunarfrumvarp það, sem orðið hafði tilefni til vantraustsins. Morgunblaðið minntist nú ekki lengur á ömur- lega mynd af löggjafarsamkundu þjóðarinnar, en Framsóknarmenn létu allt tal um nauðsyn „hliðarráðstafana" niður falla. Gengislækkunin. Aðalefni laganna um gengislækkun, eins og þau voru sam- þykkt frá Alþingi, er sem hér segir:

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.