Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 72

Réttur - 01.01.1950, Síða 72
72 RÉTTUR 1. Gengi erlends gjaldeyris gagnvart íslenzku krónunni hækk- ar um 74,3%. 2. Fundin er upp ný aSferð til að falsa vísitöluna. Inn í vísi- töluna á nú að taka hæstu húsaleigu, þ. e. leigu í húsum, sem byggð eru eftir 1945 og útsöluverð á kjöti án frádráttar á kjöt- styrk. Var þetta fyrirboði þess, að í ráði er að afnema bæði kjöt-, uppbótina og húsaleigulögin, eins og nú er fram komiö. Þannig kemst vísitalan upp í hátt á 5. hundrað stig. En þetta á ekki að koma launþegum til góða, heldur eiga núgildandi laun, sem miðast við vísitöluna 300, að heita grunnlaun eftirleiðis. A þessi „grunn- laun“ á síðan að greiða verðlagsuppbót, þó aðeins á 6 mán. fresti eftir 1. júlí í ár til miðs ársins 1951, en þá fellur hún niður með öllu. Minni hækkun vísitölunnar en 5%, er ekki tekin til greina. Með þessu fyrirkomulagi vinnst, að hækkun erlendu vör- unum vegna gengislækkunarinnar vegur miklu minna í vísitöl- unni en ella, hreyfing verðlagsins er enn á ný íölsuð. Ekkert er auðveldara en að svifta launþega þessari uppbót með öllu með niðurgreiðslum, eftir gamla laginu, sem koma allt öðru vísi út í vísitöluútreikningnum en í réttum framfærzlukostnaði. Þetta þarf ckki að kosta mikið þegar launauppbót er greidd á 6 mánaða fresti. 3. Ef eitthvert verkalýðsfélag hækkar grunnkaup sitt, þótt ekki sé meira en um nokkra aura á klst., fyrirgerir það rétti sínum til þessarar launauppbótar. 4. Sparifé, sem myndast hefur fyrir 1941 og staðið óhreyft á sparisjóði síðan er bætt upp með litlu broti af verðmætisrýrnun- inni, sem er 42,6% gagnvart erlendum gjaldeyri. Það sparifé, sem síðan hefur myndast, er að engu bætt. 5. Þá eru ákvæði um nýja skatta, sem taldir eiga að sýna lit á því að jafna metin gagnvart þeim, sem mest græða á gengis- fellingunni. Eignaskattinum samkv. 12. gr. laganna er þó þannig fyrir komið, að tiltölulega auðvelt er fyrir stóreignamenn að losna

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.