Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 78

Réttur - 01.01.1950, Page 78
78 RÉTTUR ar og svipta þá mannréttindum. Á framburði þessarar þokkalegu manntegundar eru forsendur dómanna reistar. Síðan dómurinn féll hafa mótmæli frá verkalýðsfélögum og öðrum samtökum streymt að úr öllum áttum. Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Reykjavík og Dagsbrún héldu mótmælafund, þar sem kominn var saman meiri mannfjöldi, en nokkurt samkomu- hús í Reykjavík hefði getað rúmað. Á fundinum var kosin nefnd til verndar réttaröryggi íslendinga. Meðal þeirra sem mótmælt hafa er aðalfundur Þjóðvarnarfélagsins. 1. maí. Það tókst að koma í veg fyrir sundrungu verkalýðsins 1. maí að þessu sinni. Verkalýður Reykjavíkur gekk í sameinaðri fylk- ingu um götur bæjarins .Það varð glæsileg kröfuganga, svo að engin hefur verið stærri áður 1. maí. Hátíðahöldin annarsstaðar á landinu voru yfirleitt sameiginleg. Hinn róttæki meirihluti fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík komst að samkomulagi við fulltrúa minnihlutans, og þar með við stjórn Alþýðusambandsins, um fyrirkomulag og inn- tak dagsins. í ávarpi dagsins og kröfuspjöldum þeim, sem borin voru í göngunni var aðaláherzlan lögð á einingu verkalýðsins í baráttunni gegn gengislækkuninni og fyrir kröfum verkalýðsráð- stefnunnar. Afturbaldsstefna undangenginna ára, marshallstefn- an, var fordæmd. Þess var krafizt að undanbragðalaust yrði hafizt handa um öflun nýrra og öruggra markaða, og að Keflavíkursamn- ingnum yrði sagt upp, en íslendingar einir tækju við rekstri hans. Stéttardómunum vegna atburðanna 30. marz var mótmælt á borða, sem borinn var í göngunni og í ræðum manna. Forustumenn Alþýðuflokksins afhjúþuðu sinn innra mann og komu upp um það hlutskipti, sem þeim er ætlað í átökum þeim sem framundan eru, betur en nokkru sinni fyrr síðan þeir tóku að leika stjórnarandstöðu. Allt til síðustu stundar voru þeir önn-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.