Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 1

Réttur - 02.05.1950, Side 1
RÉTTUR TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL 34. árgangur 2. hefti 1950 Einar Olgeirsson: FRELSISSTRÍÐ MALAJA - og aístaða þíny íslendingur! 1 tvö ár hefur nú geysað stríð á Malakkaskaga. Það stríð er þess eðlis, að íslenzku þjóðinni, sem sjálf er ný- sloppin út úr sex alda nýlenduáþján, er skylt að gera sér ljóst, um hvað barizt er. Engin þjóð, sem sjálf hefur bar- izt fyrir frelsi sínu og vill berjast fyrir því enn, getur horft á undirokun annarra þjóða, án þess sjálf að taka afstöðu, og til þess að geta gert það, þarf hún sjálf að kynna sér aðstæðumar. Samúð Islendinga með frelsisbaráttu nýlenduþjóða er snar þáttur í frelsisbaráttu sjálfra vor. Það hefur einkennt Islendinga, allt frá því vér hófum baráttu fyrir frelsi voru, að þær þjóðir, sem voru kúgaðar nýlenduþjóðir eins og vér sjálfir, áttu óskipta samúð vora, en kúgararnir óskipt hatur vort. Jón Sigurðsson, forseti, fór ekki dult með samúð sína með þeim þjóðum, er voru að berjast fyrir frelsi sínu fyrir 100 árum síðan, svo sem Irar gegn kúgunarvaldi Breta. 6

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.