Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 2

Réttur - 02.05.1950, Side 2
82 RÉTTUR Samúðin með frelsisbaráttu hinna undirokuðu þjóða er rauði þráðurinn í öllum skáldskap og ritgerðum um er- lend tíðindi allan síðari hluta 19. aldar. Hámarki sínu í þrótti, skilningi og list nær þessi heita frelsisást Islendinga, sem jafnt kemur fram í ást á eigin frelsi sem viðurkenningu á frelsisrétti annarra, í kvæði Stephans G. Stephanssonar, „Transvaal", — þessu vold- uga ádeilukvæði á brezka auðvaldið og yfirgangs- og arð- ránsstefnu þess. Hvergi hefur Stephan G., — einhver mesti maður, sem íslenzkur kynstofn hefur eignazt og sjálfur þó brezkur þegn, — túlkað betur afstöðu íslendingsins til frelsisbaráttu annarra nýlenduþjóða: skylduna til þess að tjá samúð sína, a. m. k. í orði, þótt afl bresti til að fylgja því eftir í verki. „Mér finnst minn andi espast við, Að eiga sjálf-geymt fé og blóð Er betri málstað brestur lið — En bíðum, ég á orð og ljóð! Og verði þau í þetta sinn Af þunga dýpsta hugar-móðs, Að brennimarki á Kains kinn, Að klögun Abels dauðablóðs, Að vofu er illspá æpa skal Að Englands her frá Búans val.“ Öll þessi harmþrungna ádeila Islendingsins er mörkuð af til- finningu hinnar smæstu þjóðar heims, sem veit að hún á ei „sakarafl við sonarbana", en lítur á það sem siðferði- lega skyldu sína, að kveða upp dóminn yfir níðingnum, og safna þannig glóðum elds í orði og verki að kúgunarkerfi því, sem verður að falla, ef Island og önnur þau lönd, sem búið hafa við nýlendukúgun, eiga að öðlast frelsi og varð- veita það. „— Eg veit mitt orð til einskis fer, Að England smáir slíkan vott,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.