Réttur


Réttur - 02.05.1950, Síða 3

Réttur - 02.05.1950, Síða 3
RÉTTUR 83 En dropi á huldu hafi ’ann er! Og heiminum það sem vannstu gott Og allt sem varst, og vonum enn Að verða munir, stóra þjóð, Og fyrir þína miklu menn Og mannkyns gagn sem af þeim stóð: Þá áttu helga heimting á Um höfuðglæp þinn níð að fá.“ Þannig orti Stephan G. í ,,Transvaal“ 1899, — fyrir 50 árum síðan. Og það mun alltaf verða prófsteinn á, hvort Islendingur ann frelsi sinnar eigin þjóðar, hverja afstöðu hann tekur til annarra smáþjóða, sem berjast fyrir frelsi sínu gegn arðræningjum og nýlendukúgurum nútímans. Og skulum við nú athuga aðferð Bretlands við Malaja- þjóð í ljósi vorrar eigin frelsisbaráttu, vorra eigin erfða og kenninga. Brezka auðvaldið leggur undir sig Malakkaskaga og rænir auðlindir hans. „Þín trú er sú, að sölsa upp grund, Þín siðmenning er sterlings pund.“ Stephan G. St.: „Transvaal“. 1 Malajaríkjum búa nú um 5 % milljón manna. 1931 voru 39% íbúanna Kínverjar, 37,5% Malajar, 14% Ind- verjar, og yfir 8% aðrar Asíuþjóðir. Það er hinn gífurlegi innflutningur fólks, einkum Kínverja, sem notaðir eru sem verkamenn, sem hefur aukið íbúatöluna úr 2% milljón, sem hún var 1911. Dauðratalan er ægilega há, bæði í fá- tækra’hverfum borganna og malaríusvæðum sveitanna. I borginni Jahore er barnadauðinn svo hár, samkvæmt brezkum skýrslum, að 280 börn deyja á ári af hverjum 1000, sem fæðast. En Malajalönd eru rík að auðlindum. Þess vegna hafa

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.