Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 5

Réttur - 02.05.1950, Page 5
RÉTTUR 85 ingspund á mánuði (180—225 kr. íslenzkar eftir gengis- lækkunina). Kjör alþýðunnar eru í samræmi við þetta. Fréttaritari „Observer“ ritar 10. okt. 1948: „Oft voru mér sýndar með stolti verkamanna-„íbúðir“ á plantekr- unum, sem hundaeigandi í Englandi myndi ekki þola, ef hundarnir hans ættu að búa í þeim grenjum." En brezkir íhaldsforkólfar eiga um 100 milljón sterl- ingspunda eignir í Malaja-landi. 50—65% gróði af hlutafé þeirra á ári er tíður. Og til þess að þessi auður gefi slikan arð eru Malajalönd rænd og rupluð og þjóðin arðrænd og kúguð. Fyrir stríð voru, eins og nærri má geta, verka- lýðsfélög bönnuð, stjórnmálaflokkar verkalýðsins bann- aðir og öll rit um sósíalisma algerlega bönnuð. Og þetta einræði brezka auðvaldsins á Malakkaskaga var jafn vægðarlaust, hvort sem íhalds- eða Verkamannaflokks- stjórn sat að völdum í Bretlandi. Það þarf því engan að undra þótt hinir brezku auð- drottnar á Malakkaskaga væru hataðir af alþýðu manna þar. „Viskí-vambirnar“ flýja, en fólkið berst. Þegar Japanir réðust á Malakkaskaga 1942, hrundi hið brezka valdakerfi eins og spilaborg. Hinir brezku auð- menn, embættismenn og hershöfðingjar flúðu eða gáfust upp. Þegar íbúar landsins báðu um vopn til að verjast Japönum neituðu Bretar þeim um þau. Aðeins síðustu dag- ana fengu Kínverjar í Singapore dálítið af úreltum vopn- um frá Bretum. Brezku blöðin drógu 1942 enga dul á, hve morkin og spilt stjórn Breta á Malajalöndum væri. „Stjórnin er rót- laus í Malajalöndum.“ „Hvíta klíkan, sem píndi peninga út úr Malajum, yfirgaf þá frekar en að vopna þá til að berj- aist.“ „Hópur viskí-þambandi plantekruéigenda sveik

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.