Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 6

Réttur - 02.05.1950, Page 6
86 RÉTTUR Malaja í hendur Japans.“ Þetta var þá hljóðið, jafnvel í íhaldsblöðum eins og Daily Express, Evening Standard og The Times. Brezkum yfirráðum í Malaja 1942 lauk með smán. En íbúar Malakkaskaga tóku upp baráttuna fyrir frelsi sinu gegn Japönum. Tíu þúsund manna þjóðlið var skipu- lagt til baráttu við Japani (Malayan People’s Anti-Jap- anese Army: M. P. A. J. A.). 1 3% ár barðist þessi þjóð- her við Japani, þoldi pintingar þeirra og ógnir frumskóg- anna. Þúsundir féllu. Með blóði sínu þurrkaði þessi her, mestmegnis undir forustu ltínverskra Malajabúa, út smánina frá Singapore, smán brezku hershöfðingjanna. I ágúst 1945 frelsaði þjóðher þessi Malajalönd. Frelsi og lýðræði varð nú hultskipti þeirra. Sjálfir 'höfðu Malajar unnið sér það hnoss. Alþýðan skipulagði samtök sín. 300 þúsund verkamenn og verkakonur mynduðu verkalýðs- samband Malaja. Stjórnmálaflokkar, æskulýðssambönd, kvenfélög og önnur samtök, sem vaxið höfðu upp með þjóðinni í frelsisbaráttunni við Japani, tóku til starfa og mynduðu þjóðarsamtök til baráttu fyrir frelsi sínu og betri lífskjörum. Og þjóðin átti skilið að fá nú að njóta ávaxtanna af hetjulegri baráttu sinni og fórnum. Bretar launa frelsishetjunum á sinn hátt. Brezkur her lenti á Malakkaskaga í september 1945. Malajar höfðu rekið Japani burtu, svo þeim var óhætt. Næstu mánuði færði brezki herinn sig um allt landið. Brezka yfirráðastefnan beitti nú jöfnum höndum hræsn- inni og ofbeldinu til að ná aftur undirtökunum á Malakka- skaga. Það skorti ekki fögur orð og heiðursmerki handa skæru- liðum Malajaþjóðarinnar. Mountbatten lávarður mælti til Malaja-þjóðarinnar, er

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.