Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 9

Réttur - 02.05.1950, Page 9
RÉTTUR 89 málaráðherra, sagði að „kommúnistar í Malaja hefðu grip- ið til vopna, af því þeim hefði ekki tekizt að fá neinn stuðn- ing í verkalýðsfélögunum. En Malcolm MacDonald, lands- höfðingi Breta á Malakkaskaga, sagði að verkalýðsfélögin hefðu verið bönnuð af því „kommúnistar hefðu ráðið þeim!“ Forseti verkalýðssambandsins, S. R. Ganapathy, var skotinn 1949. Rétt á eftir var eftirmaður hans, P. Veera- senen, einnig skotinn af Bretum. Ritari gúmmíverka- mannasambandsins og námumannasambandsins voru báðir skotnir, af lögreglu og her. 185 forustumenn verkalýðsfé- laga voru fangelsaðir samtímis. Verkalýðsleiðtogar fangelsaðir og skotnir. Viskí-vamb- arnir aftur ofan á. Gúmmí- og tingróðinn hækkar um 50% á síðustu tveim árum. Tíu þúsund manna hafa verið fang- elsaðir, tíu þúsund reknar í útlegð. Mannsöfnuður fleiri en fimm manna bannaður. Heil þorp Malaja eru brennd til ösku. Bretar kasta sprengjum á skóla. Jafnvel brezku íhaldsblöðin birta lýsingar af brennandi kofum íbúanna, eftir að Bretar hafa kveikt í þeim, — af skólabörnum, sem brunnið hafa lifandi af völdum brezkra eldkastara. Brezku auðmennimir feta nú í fótspor nazistanna, er jöfnuðu Lidice við jörðu, og japönsku glæpamannanna, sem frelsishreyfing Malaja hrakti á brott. En frelsisást Malajaþjóðarinnar verður ekki brotin á bak aftur frekar en annarra undirokaðra Asíuþjóða, sem nú hrinda oki hvítu auðmannanna af herðum sér.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.