Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 15

Réttur - 02.05.1950, Side 15
Stephen Leacock: Nútíma hetja eða lífsbarátta Esekíasar Haylofts. (Stephen Leacock er kanadiskur rithöfundur, kunnur fyrir snjallar háðsögur sínar, en jafnframt afkastamikill hagfræðingur. Hann var prófessor í hagfræði í Mc Gill háskólanum í Montreal). Er hægt að fá nokkra vinnu hér? Múrarameistarinn, sem var uppi á smíðapallinum, leit tóður á 'þann, sem spurði. Eitthvað í svip piltsins, sem horfði upp til 'hans, hafði þau áhrif á hann, að hann fleygði í hann múrsteini. Þetta var Esekias Hayloft. Hann var í heimofnum vað- málsfötum yzt sem innst og bar sinn malpokann í hvorri hendi. Hann hafði komið til New York, hinnar miskunnar- lausu stórborgar, í atvinnuleit. Esekias hélt áfram göngu sinni, en nokkru seinna nam hann staðar fyrir framan lögregluþjón. Herra, sagði hann, getið þér vísað mér leið til — Lögregluþjónninn gaf honum rokna löðrung. Ég skal venja þig af að koma með heimskulegar spum- ingar, sagði hann. Aftur hélt Esekias áfram. Að lítilli stundu liðinni mætti hann manni. Hár, svartur hattur hans, svart veski og hvítt hálsknýti gáfu til kynna, að hann var prestur. Góði herra, sagði Esekias, getið þér sagt mér — Urrandi eins og hýena stökk presturinn á hann og beit stykki úr eyranu á honum. Já, kæri lesandi, það gerði hann. Hugsið yður bara prest, sem bítur dreng um hábjartan

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.