Réttur


Réttur - 02.05.1950, Qupperneq 17

Réttur - 02.05.1950, Qupperneq 17
R.ÉTTUR 97 Herra, spurði drenghetjan, get ég fengið góðan málsverð, án þess að borga strax? Þá var sigað á hann hundum. Þannig kæri lesandi, er harðneskja og kaldlyndi stór- borgarinnar. I í hálfan mánuð var Esekías Hayloft í atvinnuleit. Tvisvar sinnum fékk hann vinnu um stundarsakir, en missti hana óðar aftur. Hann var í nokkra daga bókhaldari í lánstofnun, en var rekinn, af því að hann vildi ekki ljúga að fólki. 1 næstum því viku var hann gjaldkeri í banka. Þaðan var pilturinn rekinn, af því að hann heitaði að stela fimm sentum. Kæri lesandi, svo djúpt er viðskiptalíf New York sokkið. Dagarnir liðu og Hayloft var alltaf atvinnulaus. Peningar hans voru þrotnir. Hann hafði annars ekki átt neina. Hann lifði á því að borða gras í Central Park, og hann drakk vatn úr brynningarþró dýraverndunarfélagsins. Smátt og smátt fór pilturinn að breytast. Svipur hans varð harður og alvarlegur, hin stóra borg setti merki sitt á hann. ' Kvöld nokkurt stóð Esekías á gangstéttinni. Það var brðið framorðið, klukkan var langt gengin ellefu. Aðeins ífáir menn áttu leið framhjá honum. Guð veit, sagði Esekías og steytti hnefann að ljósum hinnar miskunnarlausu borgar, að ég hef reynt, það sem ég get, til að framfleyta lífinu á heiðarlegan hátt, nú ætla ég að reyna hina aðferðina. Ég ætla að betla. Ennþá hefur enginn Hayloft verið betlari, bætti hann við og hló bitur- lega, en ég ætla að verða hinn fyrsti. Velklæddur maður gekk framhjá. Esekías greip í hálsmál hans. Hvað viljið þér? hrópaði maðurinn óttasleginn. Biðjið mig ekki um atvinnu. Ég get ekki veitt neinum vinnu. Ég kæri mig ekki um neina atvinnu, svaraði Esekías hranalega. Ég er betlari. Ó, er það allt og sumt? hrópaði 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.