Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 18

Réttur - 02.05.1950, Page 18
98 RÉTTUR imaðurinn og honum létti. Hér eru tíu dollarar. Farið og íáið þér að drekka fyrir þá. Peningar. Peningar. Og með þeim ný máttartilfinning, sem steig Esekías til höfuðs, eins og áfengur drykkur. Drekka, tautaði hann hás, já drekka. Ljós á veitingarkrá blöstu við honum. i Látið mig fá eggjabrennivín, sagði hann og fleygði pen- ingunum á borðið. Hann drakk hvert staupið af öðru, þangað til allt snerist í hring fyrir honum. Ringlaður af drykknum þvældist hann um salinn, vóg sig í hugsunar- leysi þrisvar, eða f jórum sinnum á sjálfvirku voginni, fékk sér tyggigúmmi og eldspýtur úr fimm-senta sjálfsalanum og reikaði að lokum út á götuna, skjögrandi undir áhrifum þrettán eggjabrennivínsstaupa og eins Sarsaparilla-soda. Drýgja glæp, hvíslaði hann, glæp, það er einmitt það, sem ég þarf að gera. Hann tók eftir því, að þeir, sem gengu fram hjá, viku virðingarfullir úr vegi fyrir honum. Á götuhorninu stóð 'Jögregluþjónn. Esekías tók upp stein og henti í eyrað á honum. Lögregluþjónninn brosti glettinn til hans og ógnaði 'honum síðan með vísifingri, svolítið álasandi. Það var sami lögregluþjónninn, sem hafði slegið hann fyrir fjórtán vikum, af því að hann hafði spurt til vegar. Esekías hélt áfram og braut heilann sífellt um glæpi. Nokkru neðar á götunni var verzlun og glugginn var fullur af nýársgjöfum. Látið mig hafa marghleypu, sagði hann. Gjarna, herra minn, svaraði afgreiðslumaðurinn. Hvernig viljið þér ’hafa hana; á hún að vera leikfang eða ætlið þér að hafa hana til venjulegrar heimanotkunar? Hérna er góð fjölskyldumarghleypa, eða viljið þér heldur fá eina, sem notuð er í þakgörðum? Esekías valdi sér marghleypu og fór út úr verzluninni.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.