Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 25

Réttur - 02.05.1950, Side 25
J. V. STALIN AU6UST BEBEL hinn þýzki verkalýðsforingi (Þann 22. febrúar s. 1. voru M.0 ár liðin frá fæðingu Augusts Bebels, eins af ágætustu leiðtogum þýzks verkalýðs. Árið 1910, þegar Bebel var sjötugur, ritaði Stalín, þá þrítugur, afmælisritgerð þá, sem hér fer á eftir). Hver þekkir ekki Bebel, hinn virðulega leiðtoga þýzkra verka- manna, sem einu sinni var óbrotinn járnsmiður, en nú er orðinn frægur stjórnmálamaður, sem með gagnrýni sinni hefur hrakið krýnda konunga og fræga lærdómsmenn á undanhald líkt og með hamarshöggum: manninn, sem hinar mörgu milljónir þýzks verka- lýðs hlýða á og fylgja eins og spámanni? Þann 22. febrúar í ár (1910. Þýð.) átti hann sjötugsafmæli. Þann dag fagnaði allur hinn skipulagði verkalýður Þýzkalands, alþjóða- samband sósíalista, skipulagðir verkamenn í öllum löndum heims fæðingardegi Bebels með þeirri viðhöfn og hátíðleik, sem skylt er. Hvernig hefur Bebel unnið til slíks heiðurs, hverju hefur hann til leiðar komið fyrir verkalýðinn? Hvernig hefur Bebel risið úr lægst settu röðum verkalýðsins, hvernig hefur hann breytzt úr „óbrotnum" járnsmið í hinn mikla forvígismann heimsverkalýðs- ins? Hvernig er ævisaga hans? í bernsku átti Bebel við fátækt og skort að búa. Þegar hann var þriggja ára gamall, missti hann föður sinn, sem var uppgjafa liðs- foringi, fátækur og tæringarveikur. Til að sjá börnum sínum fyrir

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.