Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 27

Réttur - 02.05.1950, Page 27
RÉTTUR 107 í baráttunni við fátæktina óx þannig upp hinn þolgóði for- vígismaður fyrir frelsun verkalýðsins. Þegar Bebel var 18 ára, lauk hann iðnnámi sínu og gerðist nú sjálfstæður vélvirki. Þegar hann var tvítugur, var hann viðstadd- ur fund verkamanna í Leipzig og hlýddi á ræður verkamanna, sem voru sósíalistar. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hlýddi á verkamenn í ræðustól. Um þetta leyti var Bebel enn ekki orðinn sósíalisti. Hann hallaðist að frjálslyndum, en þessar sjálf- stæðu ræður verkamanna vöktu hjá honum óblandinn fögnuð. Hann öfundaði þá af mælsku þeirra, og nú vaknaði hjá hon- um sterk löngun til að verða málsnjall talsmaður verka- manna eins og þeir. Frá þeim tíma hófst hið nýja líf Bebels. Nú hafði hann ákveð- ið, hvaða braut hann vildi ganga. Hann gerðist nú meðlim- ur í samtökum verkamanna og starfaði þar af atorku. Hann ávann sér brátt traust og var kosinn í stjórnarstarf. í starfi sínu í verka- lýðsfélögunum fylgdi hann frjálslyndum að málum og barðist gegn sósíalistum, en í baráttunni við þá sannfærðist hann smám sam- an um, að þeir hefðu rétt fyrir sér. Þegar hann var 26 ára, var hann orðinn sósíaldemókrat*) Orð- stír Bebels óx nú svo hratt, að hann var ári síðar (1867) kjörinn '*) Á þeim árum þýddi orðið „sósíaldemókrat“ sama og sósíal- isti nú eða kommúnisti í munni borgarablaðanna hér. Bolsévíka- flokkurinn 1 Rússlandi hét þá Hinn sósíaldemókratíski verka- mannaflokkur Rússlands. — Þýð. Jósef Stalín

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.