Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 28

Réttur - 02.05.1950, Page 28
108 RÉTTUR formaður trúnaðarráðs og fyrsti fulltrúi verkamanna á þingi. Þannig gekk Bebel að lokum fram úr röðum óbreyttra verka- manna í harðri baráttu, eftir að hafa sigrazt á tálmunum hinna kröppu kjara, og varð leiðtogi þýzkra verkamanna í frelsisbar- áttu þeirra. Upp frá því barðist Bebel afdráttarlaust fyrir stefnu sósíal- demókrata. Fyrsta markmið hans var að heyja baráttu við frjáls- lynda, losa verkamenn undan áhrifum þeirra og sameina þá í þeirra eigin sósíaldemókratíska verkamannaflokki. Bebel náði þessu takmarki sínu árið eftir (1868) á þinginu í Niirnberg. Mark- viss og hörð sókn Bebels á þinginu leiddi til fullkomins ósigurs frjálslyndra, og á rústum hins borgaralega líberalisma reis flokk- ur þýzkra sósíaldemókrata. Frelsun verkalýðsins fæst ekki nema með baráttu verkalýðsins sjálfs, sagði Bebel á þinginu. Þess vegna verða verkamenn að snúa baki við hinum frjálslyndu borgurum og sameinast í sínum eigin flokki, og yfirgnæfandi meirihluti þingsins tók, þrátt fyrir hina fáu fulltrúa frjálslyndra, með Bebel undir hin fleygu orð Karls Marx. Ef verkalýðurinn á að vinna fullkominn sigur í frelsisbaráttu sinni, er nauðsynlegt, að verkamenn allra landa sameinist, sagði Bebel. Þess vegna er nauðsynlegt að ganga í alþjóðasamtök verka- manna — og meiri hluti þingsins hafði einum rómi upp eftir hon- um orð hins mikla læriföður. Þannig fæddist hinn sósíaldemó- kratíski verkamannaflokkur Þýzkalands. Bebel var ljósmóðir hans. Þaðan af varð líf Bebels eitt og hið sama og líf flokksins, sorgir hans og gleði runnu saman við sorgir og gleði flokksins. Bebel varð augasteinn og aflgjafi þýzkra verkamanna, því að það er ómögulegt annað, félagar, en að elska þann mann, sem hefur átt svo ríkan þátt í því að gera verkamennina sjálfstæða, losa þá undan handleiðslu hinna frjálslyndu borgara og skapa þeirra eigin verkamannaflokk. Árið 1870 færði hinum unga flokki eldskírnina. Stríðið við Frakkland var að hefjast, og þýzka stjórnin krafðist fjárveitinga

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.