Réttur


Réttur - 02.05.1950, Síða 33

Réttur - 02.05.1950, Síða 33
EGGERT ÞORB JARNARSON: Viðhorf verkalýðsins * •n í kaupgjalds- og atvinnumálum Með hverjum deginum, sem líður, skýrist andstæðan milli þess tveggja ára tímabils, 1944—1946, sem kennt er við nýsköpun atvinnuveganna, og þess tímabils, sem nú stendur yfir, og kennt er við Marshallhjálpina. Hið fyrra var tímabil mestu framfara í Islandssögunni hingað til. Ríflegur hluti þjóðarauðsins var nýttur til tækni- legrar umsköpunar og fullkomnunar atvinnuvega. Nýir markaðir opnuðust, sem fólu í sér tryggingu fyrir mikilli atvinnu landsmanna. Verkalýðurinn hafði þá að visu ekki bolmagn til úrslitáhrifa á verzlunarmál þjóðarinnar. En með hinu einstæða átaki nýsköpunaráranna fékk ísland á örskammri stund tæknilega möguleika til varanlegrar aukningar þjóðarteknanna og áframhaldandi kjarabóta alþýðunnar. Þetta tímabil var því aðeins mögulegt, að verkalýðurinn hafði þá áhrif á ríkisvaldið með þátttöku Sósíalistaflokks- ins í ríkisstjórn. Og það er fróðlegt að minnast þess nú til samanburðar, að einmitt þá, þegar verkalýðurinn reyndi að einbeita orku þjóðarinnar að nýsköpunarframkvæmdum, hækkaði verkalýðurinn kaup sitt með milligöngu þáverandi ríkis- stjórnar. Það tímabil, sem nú stendur yfir, stefnir í þveröfuga átt. Þegar íslenzka borgarastéttin gekk bandaríska auðvaldinu á hönd pólitískt, efnahagslega og hernaðarlega árið 1946 til þess að afla sér erlendrar verndar gegn íslenzkri alþýðu, 8

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.