Réttur - 02.05.1950, Blaðsíða 34
114
RÉTTUR
tók hún stefnu á eyðileggingu nýsköpunarinnar og kerfis-
bundna kjaraskerðingu íslenzkra launþega.
Sporin eru djúp og greinileg: Stóraukning tolla- og
skattabyrða árið 1947, binding kaupgjaldsvísitölunnar við
300 stig 1948, nýjar tugmilljónaálögur, dýrtíðaraukning
og fyrri gengisfellingin 1949 ásamt markaðshruni og alls-
herjar gengislækkun í marzmánuði síðastliðnum.
Framkvæmd þessarar stefnu hefur verið möguleg vegna
þess eins, að verkalýðsstéttin missti, sökum sundrungar
sinnar, þau áhrif, sem hún hafði aflað sér á ríkisvaldið.
Og það er einnig fróðlegt að athuga til samanburðar, að
nú er ríkisstjórnin einskonar kaupkúgunarframkvæmda-
nefnd atvinnurekendavaldsins.
Sérhver árás, sem gerð hefur verið undanfarin þrjú og
hálft ár á lífskjör launastéttanna, hefur verið fóðruð með
því, að verið væri að reisa atvinnuvegina við og leggja þar
með grundvöllinn að bættum lífskjörum á nýjan leik.
Eins og að líkum lætur, hefur reyndin orðið þveröfug.
Sérhver árás á lífskjörin hefur hleypt atvinnuvegunum í
enn meiri sjálfheldu allt eftir því hversu stór árásin hefur
verið.
Verkalýðsstéttin hefur á þessum árum veitt nokkurt
viðnám. En þó hefur hún goldið þess tilfinnanlega, að
Alþýðusamband íslands lenti 1948 einmitt í höndum þeirra,
seni framkvæmt hafa allar þessar árásir á launafólkið.
Sumarið 1947 háðu mörg verkalýðsfélög harða en sig-
ursæla verkfallsbaráttu undir forystu þáverandi stjórnar
ASl og Dagsbrúnar, þar sem sameinað afturhald landsins
og erindrekar þess í verkalýðshreyfingunni neyttu allra
bragða til þess að brjóta þessi verkalýðssamtök á bak aftur.
1 fyrra sumar var dýrtíðin orðin það mikil í landinu, svo
alhliða eining orðin meðal verkafólks og almenningsálitið
orðið svo eindregið fylgjandi verkamönnum, að ný kaup-
hækkun var knúin í gegn með lítilli fyrirhöfn, enda þorði
ríkisstjórnin sig varla að hreyfa.