Réttur


Réttur - 02.05.1950, Qupperneq 43

Réttur - 02.05.1950, Qupperneq 43
RÉTTUR 123 hópa, sem verði þannig virkisborgir í baráttunni fyrir sósíalism- ann. Þess vegna er svo ráð fyrir gert, að um tveir þriðju þeirra 300.000 verkamanna, sem áætlað er að starfa muni við hin nýju iðjuver 6 ára-áætlunarinnar, vinni í þeim héruðum, sem hafa orð- ið útundan til þessa. Iðnaðarþróunin í Varsjá, höfuðborg landsins, er viðfangsefni út af fyrir sig. Verkalýður Varsjárborgar á sér frægar erfðavenj- ur, — mikla byltingarsögu — og Varsjá á að verða borg verka- lýðsins. Því munu hinar fornu og sögufrægu verksmiðjur borgar- innar verða endurreistar og ný fyrirmyndar iðjuver byggð, stærst þeirra verður bílaverksmiðjan. Varsjá ásamt nærsveitum mun verða mikil miðstöð málm-, rafmagns- og fataiðnaðar. Tala iðn- aðarverkalýðs Varsjárborgar mun 2,7% af öllum iðnaðarverka- lýð landsins árið 1955 — í stað 0,9% 1949. Meginstefna áætlunarinnar í landbúnaðarmálum. Höfuðmarkmið 6-ára-áætlunarinnar er að efla iðnað landsins. Það er því auðsætt, að mikilvægi iðnaðar og iðnaðarframleiðslu eykst, en jafnframt dregur úr hlutfallslegri þýðingu landbúnaðar og landbúnaðarafurða. Landbúnaðurinn hlýtur að þróast hægar en iðnaðurinn, en þó svo, að hann geti séð íbúum landsins, — einkum borgarbúum, fyrir nægum matvælum — og iðnaðinum fyrir þeim hráefnum, sem um er að ræða. Þá verður hann og að tryggja ákveðið framleiðslumagn landbúnaðarafurða til útflutn- ings. Iðnaðarframleiðslan mun vaxa um 85—95% á þessu sex ára tímabili. Og til þess að það reynist kleift, verða afköst landbún- aðarins að aukast um 35—45% á sama tíma. Er þetta framkvæmanlegt? Það skal strax tekið fram, að í auð- valdslöndum er slíkt ókleift með öllu. En það er hægt að gera þetta, og það verður framkvæmt — og af eftirfarandi ástæðum: 1) Iðnaðurinn stefnir nú að því að auka mjög framleiðslu á framleiðslutækjum, sem ætluð eru landbúnaðinum. Næstu 6 árin mun landbúnaðurinn fá 50—60.000 dráttarvélar og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.