Réttur


Réttur - 02.05.1950, Síða 44

Réttur - 02.05.1950, Síða 44
124 RÉTTUR mikið af bifreiðum, sem ýmist verða framleiddar innan- lands eða fluttar inn. Landbúnaðinum verður séð fyrir meiri tilbúnum áburði en fyrir stríðið. Og 8—10.000 þorp munu fá rafmagn á þessum sex árum. 2) Ríkisvaldið mun gera allt, sem unnt er, til að útbreiða tækni og tæknimeðferð í landbúnaðinum og hlynna að og berjast fyrir framleiðslu á úrvals-sáðkorni og aukinni þróun kvik- fjárræktar. Það mun þannig róa að því öllum árum, að tekn- ar verði upp nýtízku kynbótaaðferðir í akuryrkju og kvik- fjárrækt og betri högun um jarðvegsræktun. 3) Ríkisbúin, sem ráða yfir h. u. b. 10% ræktunarlandsins, verða gerð að sósíaliskum fyrirmyndarbúum. 4) Ríkið mun láta fátækum bændum og meðalbændum í té alla aðstoð, sem völ er á, til að vernda þá gegn arðráni auðvalds- aflanna. 5) Samyrkjufélög eða -bú munu rísa upp í sveitunum smám saman og af frjálsum vilja. Þau tákna hærra stig sveita- búskapar og munu hafa síaukin áhrif á landbúnaðarfram- leiðsluna. Vaxandi velmegun vinnandi fólks. Bætt lífsskilyrði allrar alþýðu eru helzti þátturinn í þvi að leggja undirstöðu sósíalismans. Mikilvægasta verkefni áætlunarinnar er að ákveða sem hag- felldast hlutfall milli framleiðslu á neyzluvarningi og vörum og tækjum, sem ætlaðar eru til aukningar atvinnuveganna. Þetta hlutfall á, eins og áætlunin kveður að orði, „að tryggja samhliða sem mestan hraða í þróun atvinnulífsins og sem skjót- astan vöxt velmegunar og menningar vinnandi lýðs.“ Einmitt þannig er hlutfall þetta ákveðið í áætluninni. Lífskjör vinnandi fólks munu að meðaltali verða 50—60% betri í lok 6 ára-áætlun- arinnar en þau voru 1949, eða um tvöfalt betri en þau voru fyrir stríð. Samfara þessum bættu lífskjörum koma svo úrbætur í hús- næðismálum, með því að reistar verða um 520.000 nýjar íbúðir.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.