Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 46

Réttur - 02.05.1950, Side 46
126 RÉTTUR lendra stórveldasinna. Við ráðum yfir slíku afli — það er ríkis- vald okkar, vald alþýðuríkisins. Nauðsynlegt er að eiga sér sterka' og tryggja bandamenn jafnt í blíðu sem stríðu. Við eigum slíka bandamenn. Hin miklu Sovét- ríki og alþýðulýðveldin. Það er nauðsynlegt að eiga stuðning alls almennings. Hver get- ur efazt um, að við njótum virkrar aðstoðar allrar alþýðu? Hún hefur greitt okkur atkvæði með kjörseðlinum og með blóði sínu, því er runnið hefur í baráttunni við afturhaldið. Og nú greiðir hún atkvæði með tonnum kola og stáls, með hektörum ræktaðs lands, með glæsilegri samkeppni fyrir flokksþingið. Við njótum virks stuðnings allrar vinnandi alþýðu. Nauðsynlegt er, að fyrir hendi sé flokkur, sem kann að skyggn- ast inn í framtíðina, flokkur, sem á sér mikla og hetjulega for- tíð, sem óttast ekki erfiðleikana, en er reiðubúinn til hvers kyns fórna, flokkur, sem getur kannazt við mistök sín og bætt fyrir þau. Við eigum slíkan flokk í smíðum — og því munum við sækja fram og berjast fyrir framkvæmd 6 ára áætlunarinnar, undir- stöðu sósíalismans í Póllandi. Við munum sækja fram undir blaktandi fána marxismans — og lenínismans, undir merkjum þeirra Marx og Engels, Lenins og Stalins, og við munum vinna sigur í þessum miklu og sögulegu stéttaátökum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.