Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 47

Réttur - 02.05.1950, Side 47
KENNETH SPENCER: Grísku börnin Kenneth Spencer, höfundur þessarar greinar, var í tvö ár stjórnmálaráðunautur yfirmanns hernámsstjórnar- innar í Berlín, og í eitt misseri eftirlitsmaður rann- sóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í Grikklandi. — Greinin birtist í enska vikublaðinu The New Statesman and Nation, 14. janúar 1950 undir sömu fyrirsögn og hér. Vikublað þetta nýtur virðingar um allan heim sem eitt áreiðanlegasta heimildarrit um alþjóðamál. Það er eindregið stuðningsblað brezku verkamanna- flokksstjórnarinnar, þótt það hafi oft deilt hvasslega á stefnu hennar, einkum í utanríkismálum. „Við erum að syrgja 28000 lítil Lindbergsbörn“ sagði drottning Grikklands í ræðu sem hún hélt af 'því tilefni að þjóðarsorg var haldin um allt Grikkland hinn 29. des- ember, vegna barna sem talið var að skæruliðar hefðu rænt. Sama dag óskaði dr. Fisher, erkibiskup af Kant- araborg, eftir því að beðið væri fyrir þessum börnum í kirkjum alls Bretlands. Herra Bevin (utanríkisráðherra) vék að þessu máli í Neðri deild breska þingsins 16. nóv- ember með svofelldum orðum: „Ég tel þetta eitt mesta illræðisverk allra alda“. Ef 28000 börn hefðu verið slitin með ofbeldi frá for- eldrum sínum gegn mótmælum þeirra, þá væri það vissu- lega illræðisverk. Og sú túlkun er nú mjög útbreidd og henni trúað víðsvegar í hinum vestræna heimi um atburði sem gerðust í Norður-Grikklandi vorið 1948. Hins-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.