Réttur


Réttur - 02.05.1950, Síða 51

Réttur - 02.05.1950, Síða 51
RÉTTUR 131 þess efnis.‘ Alþjóða Rauði krossinn var beðinn að annast heimflutning þeirra 'barna sem í hlut áttu. Alþjóðanefnd Rauða krossins og Bandalag Rauða kross félaganna sendu aðalritara Sameinuðu þjóðanna skýrslu, dagsetta 5. október 1949, þar sem skýrt var frá árangri þeirra varðandi framkvæmdir á samþykkt allsherjar- þingsins, 27. nóv. 1948. Borizt höfðu óskir um heimsend- ingu 6239 barna (talan er nú 8000) og allt væri gert til að hafa uppi á dvalarstað þeirra. Heimsóttar hefðu verið dvalarbúðir grískra barna í Búlgaríu og Júgóslavíu. Um börnin í Botengrad (í Búlgaríu) segir svo í skýrslunni: ,Flest af börnunum á þessum stað voru af því landsvæði sem ,lýðræðisherimir‘ höfðu á sínu valdi, og ættingjar þeirra sem eru þar enn — og flestir hermenn sjálfir — óska þess ekki að börn sín verði send heim ennþá*. Þar sem skýrslan fjallar um viðurgerning og aðbúnað barnanna í Júgóslavíu segir svo: ,Miklar breytingar voru gerðar (á byggingunum) til þess að tryggja fullkomnasta heilbrigðisástand og nákvæmasta hreinlæti. Allsnægtir matar voru soðnar í fyrirmyndar eldhúsum og framreidd- ar í rúmgóðum borðsölum........ Heilsufar barnanna er framúrskarandi gott‘. Skýrslan tekur fram að bæði Tékkó- slóvakía og Júgóslavía hafi fallizt á í meginatriðum að flytja heim þau börn sem foreldrarnir sjálfir eða nánustu ættingjar óska, og bent er á að í Tékkóslóvakíu hafi í raun og veru hafst uppi á 138 börnum sem þannig var ástatt um. f skýrslunni segir að grísk börn dveljist nú í þessum Austur-Evrópu löndum: 2000 í Búlgaríu; 3500 í Tékkó- slóvakíu; 3000 í Ungverjalandi; 500 í Póllandi; 6500 í Rúmeníu; 11000 í Júgóslavíu — eða samtals 26500. Þetta er ekki í miklu ósamræmi við tölu grísku stjórnarinnar, 28000, ef tillit er tekið til þeirra erfiðleika sem eru um öflun nákvæmra upplýsinga bæði frá Grikklandi og Alþýðulýðveldunum. Heimflutningur grískra barna sem foreldrarnir krefjast

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.