Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 52

Réttur - 02.05.1950, Side 52
132 RÉTTUR sjálfir er nú fremur orðið mannúðarmál en stjórnmála- verkefni. Meiri háttar hernaðaraðgerðum er nú lokið í Grikklandi, og þar með er samtímis niður fallin megin- ástæðan til brottflutnings barnanna. Hinsvegar sýna búðir þær á eyjum í Eyjahafi sem settar hafa verið upp fyrir 12000 heimsend börn, að það er ekki ætlun grísku stjórnarinnar að leyfa börnunum að 'hverfa strax heim til vandamanna sinna. Nauðsynlegt mun vera talið að nota sérstakt tímabil þarna til „endur-uppeldis" barnanna í anda grísku konungssinnanna, og- síðar mun fást samþykki yfirvaldana til að flytja þá til Makrónessos sem reynast kunna þrjózkufullir nemendur. Hitt er samt sem áður Ijóst, að börnin ber að senda heim ef það er einlæg ósk foreldra þeirra í Grikklandi, og það er ánægjulegt að vita að Júgóslavía og Tékkóslóvakía hafa líka fallizt á þessa skoðun. En mikilvægasta og úrslita staðfestingin á því að at- burðimir í Norður-Grikklandi vorið 1948 voru frjálsir brottflutningar, en ekki ofbeldisrán, hefur komið frá grísku stjórninni sjálfri. Eftir að hafa beitt í heilt ár hverskonar fortölum og allri þeirri þvingun sem hún hafði yfir að ráða, hefur henni ekki tekizt að ná í nema 8000 beiðnir um heimsendingu barna af þeim 28000 sem hún segir sjálf að dveljist utan Grikklands. Kenneth Spencer". Einhver S. L. Hourmouzios reynir að snúa út úr þess- ari grein í sama blaði 4. febr. 1950, t. d. með því að segja að lestrarvankunnátta og fólksflutningar valdi því, hversu illa grísku stjóminni gengur að safna „heimsendingar- pöntunum“ frá foreldrum, og með því að vitna í þessi skynsamlegu orð í skýrslu Alþjóða Rauða krossins: „Hverj- ar orsakir sem hafa legið til þeirrar ákvörðunar að flytja börn þessi úr landi, og hversu vel sem um þau kann að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.