Réttur


Réttur - 02.05.1950, Síða 54

Réttur - 02.05.1950, Síða 54
Tvær kvikmyndir Síðastliðið haust var sýnd á Norðurlöndum ný þýzk kvikmynd, sem talin er ágætust þeirra kvikmynda, sem gerðar hafa verið í Þýzkalandi eftir stríð. Hún heitir Blum-málið (kölluð á Norðurlöndum Hættulegt vitni) og er í sannleika lifandi mynd af réttarfari og lögreglu- harðstjórn Weimarlýðveldisins. Fulltrúar réttvísinnar í myndinni, hinn „hlutlausi“ dómari og sakiamálafulltrúar eru engin illkvitnislega gerð afskræmi, heldur raunrétt eftirmynd þeirra manna, sem ruddu fyrsta þýzka lýðveld- inu braut til hins ,,algera“ gyðingahaturs. Sýningargestir spyrja sjálfa sig ósjálfrátt, hversu margt slíkra manna muni enn vera starfandi í þjónustu „réttvísinnar" í Þýzka- landi. Árið 1925 var rekið fyrir rétti í Magdeburg mál kaup- sýslumannsins og gyðingsins Haas (í kvikmyndinni Blum), og lá við borð að á honum yrði framið réttarmorð. Saka- málafulltrúinn Tenholt (kallaður Schwerdtfeger) og rannsóknardómarinn Kölling vildu fyrir alla muni koma þeirri sök á Haas, að hann hefði myrt bókara sinn Hell- ings. Þeir hvöttu hinn raunverulega morðingja Schröder til að bera ljúgvitni, svo að hægt væri að dómfella gyð- inginn Haas. „Þjóðernissinnuðu" blöðin veittu óðar að- stoð sína, svo að hægt væri í sem skjótustu hasti að leiða saklausan mann undir fallöxina. Málið snerist ekki um Haas sem einstakling. Gagnlbyltingaröflin beindu geiri sínum af ráðnum hug gegn hinu veika og þreklausa lýð- ræði. Hver urðu svo örlög gyðingaslátrarans Tenholts, eftir að

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.