Réttur


Réttur - 02.05.1950, Page 56

Réttur - 02.05.1950, Page 56
136 RÉTTUR holt, „hér verðið þið barðir, þar til þið skríðið upp eftir veggjunum. Ef þið játið ekki, hýðum við fram játninguna úr Ibakhlutanum". í Póllandi hefur nýlega verið gerð kvikmynd, sem að innibaldi til er 1 beinu framhaldi af þýzku myndinni um Haas-málið. Hún heitir Síðasti áfanginn og er lýsing á hinum ægilegu glæpum nazismans í fangabúðunum i Auschwitz, sannsöguleg út í æsar. í einu atriði myndar- innar er sýndur fangi, hjúkrunarkona, sem er að syngja. 1 næsta klefa er hópur af konum, sem eru að leggja á ráðin um það, hvernig afstýra megi með samstilltum að- gerðum, að nazistar tortímdu fangabúðunum og öllum, sem í þeim eru, í það mund er Rauði herinn nálgist. Ef söngurinn þagnar, er það merki þess, að SS-böðlarnir eða leiguþý þeirra séu að koma. Hjúkrunarkonan heitir í veruleikanum Georgia Tanjeva, en er kölluð öðru nafni í myndinni. Þegar hinir fyrrverandi kvenfangar söfnuðust saman frá átta löndum fyrir skömmu til að vera viðstadd- ar athöfn í Ravensbriick til minningar um hinar 92.000 konur, er þar voru myrtar, hafði sænskur blaðamaður tal af Tanjevu. Hér fer á eftir frásögn hennar af því, hvering hún lenti í klóm gestapo og var síðan flutt í fangabúðirnar 1 Auschwitz og Ravenbruck, þar sem hún lifði þrjú ægileg og þjáningarfull ár. Ég er fædd í Búgaríu 1923, en fluttist sextán ára að aldri til Póllands. Kornung gekk ég í hina sósíalistísku verkalýðshreyfingu, sem í valdatíð pólska aðalsins varð að starfa hálfleynilega. Faðir minn var kommúnisti, bróðir minn féll á Spáni 1936. í september 1939 braust heimsstyrjöldin út. Ásamt þúsundum annarra Pólverja var ég send í þrælavinnu til Þýzkalands og í verksmiðju í iMúnchen. Þjóðverjarnir vissu ekkert um starfsemi mína í verkalýðshreyfingunni, annars hefðu þeir verið fljótir að afgreiða mig.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.