Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 2

Réttur - 01.05.1961, Page 2
162 RETTUR valds af efnahagslífinu. Kenningar þessar höfðu verið í tízku fyrir hundrað árum í Englandi, voru að nokkru fram- kvæmdar hér á árunum 1920—30 og enduðu í almennu gjaldþroti og síðan í kreppunni miklu. (Var því ástandi áður lýst hér í „Rétti“, í ræðu, sem ég hélt 20. október 1959 og birtist í 42. árg. 1959, bls. 136.) Það var mikill lyftingur í afturhaldsöflunum á Islandi á árinu 1959. Þessar afturgöngur héldu, að alræði þeirra væri að endurfæðast. Sósíalistaflokkurinn varaði þjóðina við fyrirætlunum þessara óheillaafla. I grein, sem ég reit í „Rétt“, 41. árg. 1958, um „viðreisnarstefnu“ Sjálfstæðis- flokksins og nefndist: „Þrjú skref aftur á bak — til atvinnu- leysis og fátæktar“ — var rakin sú stefna, sem Sjálfstæðis- flokkurinn, samkvæmt yfirlýsingu sinni 18. desember 1958, hygðist taka. I fyrsta lagi „skrefin þrjú“: 1. Launaránið, sem framið var í febrúar 1959. ■—- 2. Gengislækkunin, sem síðan var framin í marz 1960 og 3. ,,verzlunarfrelsið“. Jafnframt var rakinn sá boðskapur, sem braskaravaldið í landinu setti fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 20. marz 1959 og sagt að þau þrjú skref, sem það vald hygðist stíga til alræðis yfir alþýðu íslands væru þessi: 1. Láta Seðlabankann skrá gengið í hvert sinn er kaup- gjald hækkaði. 2. Selja bröskurunum fyrirtæki hins opinbera. 3. Hleypa útlendu auðvaldi inn í landið. Skýr grein var gerð fyrir þessu (bls. 58—87 í 41. árg.) og alþýða manna vöruð við hvað í húfi væri. Hrun viðreisnarstefnunnar blasti við sumarið 1961. Auðvaldið tók að stjórna eftir kenningum afturgangn- anna. Kaupmáttur tímakaups var með aðgerðum ríkisvalds-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.