Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 6

Réttur - 01.05.1961, Page 6
166 K É T T U K beitti ríkisvaldinu sem kúgunartæki gegn fátækum, lágt launuðum verkamönnum, en í þágu stórgróðafélaga. En það átti aðeins að vera byrjunin að kúgunarráðstöfun- um ríkisvaldsins. Næsta skrefið átti að vera að binda kaupið. Ofstækismennirnir í ríkisstjórninni höfðu kaupbinding- arlög tilbúin um helgina 4. júní, en nokkuð stóð á að tryggja samstöðu allra nauðsynlegra aðila um þau — og gekk í þófi. En hins vegar var ljóst hvert nú var stefnt af hálfu aft- urhaldsklíkunnar: með öðrum orðum beint til harðstjórnar í skiptum við alla launþega. En afturhaldinu varð ekki kápan úr því klæðinu. Samvinnuhreyjingin og verklýðshreyfingin taka höndum saman — og skakka leikinn. Á Akureyri hafði frá upphafi verkfallsins verið luð víð- tækasta og bezta samstarf með öllum verklýðsfélögunum: Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar, Verkakvennafé- laginu Einingu, Iðju, félagi verksmiðjufólks, Bílstjórafélagi Akureyrar og Verzlunarmannafélaginu — og var það í fyrsta sinn, er það félag hafði farið í verkfall. Sunnudaginn 4. júní gerðust svo þau stórtíðindi í sögu verklýðs- og samvinnuhreyfingarinnar að Vinnu- málasamband S. í. S. og Kaupfélag Eyfirðinga semja við verklýðsfélögin á Akureyri um 10% hækkun á kaupi verkamanna, 13% á kaupi verkakvenna, 6% or- lof á öll vinnulaun, 60% eftirvinnukaup og 1% af út- liorguðum vinnulaunum í sjúkrasjóð verkalýðsfélag- anna. Næsta ár, 1. júní 1962, hækkar kaupið enn um 4% hafi hvorugur aðili sagt upp. Vinnumálasamband S. I. S. hafði verið sem áheyrnarfull- trúi við samningaumræður atvinnurekenda og verkamanna,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.