Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 7

Réttur - 01.05.1961, Page 7
R E T T U R 167 en eftir að verklýðssamtökin höfðu fellt miðlunartillögu sáttasemjara um 6% kauphækkun, ákvað Vinnumálasam- bandið að semja sjálft. Þessir samningar, er voru samþykktir 4. júní og verkfalli aflétt þar með á Akureyri hjá samvinnufyrirtækjunum, höfðu þegar hin mestu áhrif. Miðvikudagskvöld 7. júní gáf- ust einkaatvinnurekendur á Akureyri upp og sömdu. Valdi Reykjavíkurauðvaldsins yfir atvinnurekstrinum úti á landi var lmekkt. Hinn 8. júní gerði Vinnumálasamband S. I. S. síðan samn- inga, svipaða og á Akureyri, við Dagsbrún, er voru síðan samþykktir í Dagsbrún 9. júní. Með þessum samningum Vinnumálasambands S. í. S. og helztu forystufélaga verkalýðsins var að tvennu leyti brotið ])lað í sögu þessara voldugustu félagssamtaka alþýðunnar á lslandi: 1. Verklýðshreyíingin og samvinnulireyfingin höfðu tekið böndum saman um að leysa á grundvelli sann- girni og samstarfs mikil vandamál þjóðfélagsins, skapa vinnufrið og sýna, að ef þessi tvö samtök réðu atvinnu- lífinu mætti skapa öruggar, sífelldar lífskjarabætur án harðvítugra árekstra. 2. Vinnumálasamband S. I. S., sem oft hafði í und- anförnum verkföllum staðið alveg við lilið Vinnuveit- endasamljands Islands, skildi nú við þetta samband, sem greinilega var komið undir ægishjálm harðsvíruð- ustu auðmannanna, tók upp sjálfstæða, ábyrga stefnu og lét ekki Reykjavíkurauðvaldið segja sér fyrir verk- um. Verði framhaldið svo sem með þessu var liafið, þá eru hér hin merkustu tímamót mörkuð í sögu þessara fjölda- hreyfinga. Afturhaldsöfl höfðu löngum reynt að ánetja samvinnu-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.