Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 9

Réttur - 01.05.1961, Page 9
R E T T U R 169 verklýðshreyfingunni, skaða hana og þjóðfélagið, til þess að sýna þó að það hefði vald til þess að vinna tjón, þó það hefði ekki vald til að sigra. Þessi afturhaldsklíka reyndi nú að stöðva síldveiðarnar með því að hindra samninga við Síldarverksmiðjur ríkis- ins. En sú tilraun til hinna dýrustu skemmdarverka var brot- in á bak aftur og verklýðsfélögin á Siglufirði sömdu svipað og á Akureyri. Fyrir verkfall höfðu ýmsir helztu málsvarar afturhalds- ins, m. a. ráðherrar, hótað að síldarvertíð mætti niður falla vegna verkfalls, ef það aðeins tækist að brjóta verklýðshreyf- inguna á bak aftur. Það var greinilegt, að afturhaldið ætl- aði sér slíkt — og sér hver maður nú, hve dýrt það hefði verið að láta slíkri ofstækisklíku takast að eyðileggja beztu síldarvertíð í 2 áratugi. En afturhaldinu brást bogalistin í því sem öðru. Þegar verklýðshreyfingin og vandamenn hennar höfðu bjargað síldarvertíðinni undan ofstæki afturhaldsklíkunn- ar og samið hafði verið alls staðar út um land, einbeitti nú Reykjavíkurauðvahlið sér uð því að reyna að níðast á Dags- brún, til þess að hefna sín fyrir ófarirnar. í 20 daga, frá 9. júní til 29. júní, sóaði Vinnuveitenda- sambandið milljónatugum í að reyna að beygja Dagsbrún og olli þjóðfélaginu gífurlegu tjóni. Ætlaði ofstækisklíkan einkum að bindra greiðslu á 1% í sjúkrasjóðinn. 20. júní beygðu þeir sig loks og buðust til að greiða 1%-ið, en að- eins, ef Dagsbrúnarmenn væru í minnihluta í sjóðstjórn- inni. Dagsbrún neitaði. En 21. júní samdi Hlíf upp á þá skil- mála. Var það rýtingsstunga í bak Dagsbrúnar. Átti nú að beygja Dagsbrún með bungursvipunni. En Dagsbrún neit- aði — og barðist áfram með rýtinginn í bakinu, unz 29. júní að atvinnurekendur sömdu um 6 manna sjóðstjórn, skipaða þremur frá hvorum og Dagsbrún liefði formann. Auðvitað var

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.