Réttur


Réttur - 01.05.1961, Side 12

Réttur - 01.05.1961, Side 12
172 R E T T U R um í koll fyrr en síðar. Og þá duga engar „fræðilegar“ út- skýringar, til að afsaka þá fátækt og neyð, sem þeir eru að skipuleggja inn á alþýðuheimilin, — og kalla máske á „fræðimáli“ „nauðsynlega minnkun kaupmáttarins vegna jafnvægis í utanríkisviðskiptum“. En þessir hræsnarar gæta þess um leið að minnka slíkan kaupmátt hjá þeim fátækustu, en auka hann hjá þeim hálaunuðu og auðugu. Þetta er rétt að valdhafar landsins hafi í huga, þegar þeir nú halda áfram á glæpabraut þeirri, er skipuleggur skort- inn á íslenzkum alþýðuheimilum, en arðrán erlends og inn- lends auðvalds á Islandi og íslenzkri þjóð. En jafnframt þarf alþýðan sjálf að efla stórum samhjálp sína, því hennar verður þörf á næstu árum. Verkamannafjöl- skyldurnar þurfa að fylgjast miklu betur hver með annarri til að vinna sameiginlega hug á skortinum í verkföllunum. Bræðralag og samábyrgð á heill hvers annars verður að verða meginreglan, þegar verkföll standa yfir. „Einn fyrir alla og allir fyrir einn“, siðgæðisregla verkalýðssamtakanna, gerir alþýðuna ósigrandi í átökum, ef henni er beitt til fulls. Lýdrœðisgrímunni kastað. Auðvaldið hafði beðið ósigur í viðureign sinni við verka- lýðinn. Ríkisstjórn íslands átti nú um tvennt að velja: 1) að haga sér eins og siðuðum mönnum sæmdi, standa við orð sín um að láta atvinnurekendur ]jera sjálfa kauphækkuniua, eins og margsinnis hafði verið yfir lýst af hálfu ríkisstjórnar- innar, og knýja þá til þess að bæta atvinnurekstur sinn, til þess að gera hann sem færastan um að standa undir kaup- hækkunum, — og sjálf gat ríkisstjórnin hjálpað til með því að stórlækka vexti, draga úr söluskatti o. s. frv. — eða 2) að hlaupa frá öllum orðum og eiðum, varpa af sér þeirri

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.