Réttur


Réttur - 01.05.1961, Qupperneq 14

Réttur - 01.05.1961, Qupperneq 14
174 R É T T U R sem verklýðssamtökin hafa treyst á, að fylgt yrði, eftir að bú- ið var að afnema með lögum kaupbœtur samkvæmt vísitölu. Alítum vér óhjákvæmilegt, að Alþingi yrði til kvatt, áður en nokkur slík stefnulireyting yrði ákveðin. Jafnframt viljum vér leiða alhygli hæstvirtrar ríkisstjórnar að eftirfarandi slaðreynd í sambandi við kaupgjaldsmálin, eins og þau standa nú: Tímakaup Dagsbrúnarverkamanna er nú 22.74 kr. sam- kvæmt nýgerðum kaupsamningum, — en var í desember 1958 og janúar 1959 23.86 kr. — Kaupgjaldið þyrfti því enn að hækka um 5% til þess að ná því kaupgjaldi í krónutölu, sem var fyrir 2þf> ári síðan. — En frá því í marz 1959 þar til í júlí þ. á. hefur verðlag á vörum og þjónuslu hækkað um 19% án nokkurrar verðlagsuppbótar. Þessar tölur sýna, hve fráleitt það væri og ranglátt að ætla nú að beita ríkisvaldinu til þess að rýra kjör almennings frá því, sem nú hefur verið um samið í frjálsum samningum, enda augljóst, að slíkar ráðstafanir hlytu að kalla á nýjar gagnráð- stafanir verklýðssamtakanna. Jafnframt er rétt að minna á, vegna fyrri yfirlýsinga ríkis- stjórnarinnar, — að kaupgjald íslenzkra verkamanna er eflir nýafstaðnar kauphækkanir lægra en stéttarbræðra þeirra á Norðurlöndum, — að sérstakt góðæri er nú um síldarafla, meira en verið hefur um tvo áratugi, -—■ og að verðlag á út- flutningsvörum fer hækkandi, aðalútflutningsvörurnar hafa hækkað um 10—30%. Oll rök hníga þess vegna að því, að áður en tekið væri að beita ríkisvaldinu til þjóðhætlulegra verðhækkana, beri að kveðja Alþingi saman til þess að gefa því kost á að taka ákvarðanir í þessum stórmálum og marka stefnuna. Þá viljum vér og leggja áherzlu á það, að vér ætlum, að ástand ríkissjóðs, ráðstöfun þjóðarframleiðslunnar og ástand- ið í sölumálum útflutningsins, ekki sízt hvað síldina snertir, gerðu það og mjög brýnt, að Alþingi fjallaði um þau mál öll nú þegar. Síðast en ekki sízt viljum vér ítreka þær kröfur, er fram hafa verið bornar af hálfu fulltrúa þingflokksins í utanríkis- málanefnd um, að Alþingi verði kallað saman nú þegar vegna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.