Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 21

Réttur - 01.05.1961, Page 21
BJÖRN JÓNSSON: Verkfallið á Akureyri ÞAÐ hafði lengi verið séð fyrir að hverju fór. Launarán hafði verið framið á launarán ofan, lögmætir og frjálsir samningar verkalýðsfélagu og atvinnurekenda um kaup og kjör verið ógiltir af ríkisvaldinu, samningsréttur skertur í veigamiklum atriðum, verkföll bönnuð með bráðabirgða- lögum, sem ekki höfðu þingmeirihluta að baki og allri við- leitni verkalýðshreyfingarinnar til þess að fá nokkrar leið- réttingar mála sinna verið svarað með þvergirðingshætti og ofbeldishótunum. Kaupmáttur launa liafði verið skerlur um allt að 25% á tveimur árum. Verkamannsfjölskyldu skorti nær 20 þús. kr. á þær tekjur að geta staðizt þau lífs- nauðsynlegu útgjöld, sem Hagstofan reiknar meðalfjöl- skyldu. Og hvarvetna, nema þar sem einstök árgæzka til sjávarins vóg salt við afleiðingar „viðreisnarinnar“, dróst atvinna saman og meinaði verkamönnum þau neyðarúrræði, sem hvergi þykir mannsæmandi að grípa til nema á íslandi, að bæta upp óbærilega lág laun með takmarkalausri yfir- vinnu. Á sama tíma sem auðmannastéttin, með ríkisvaldið í broddi fylkingar, vann þannig af kappi að því að troða Hfsmöguleika láglaunafólks niður í svaðið og bafði tekizl að þrýsta þeim langt niður fyrir hliðstæð laun á öllum Norðurlöndum, tryggði hún hátekjumönnum stórhækkuð raunveruleg laun með lækkun skatta og útsvara þeirra og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.