Réttur


Réttur - 01.05.1961, Síða 26

Réttur - 01.05.1961, Síða 26
186 R E T T U K stöku samúðar og velvilja l)ænda, sem verkalýðsfélögin vissu að var fyrir hendi og þó einkum vegna þess að einmitt fyrstu verkfallsvikuna stóð fyrir dyrum aðalfundur KEA, en þar voru fulltrúar bænda í meirihluta. Var það von verk- fallsmanna að velvilji bændastéttarinnar yrði þar þungur á metum og kynni að stuðla að því að deilan leystist, áður en bændur biðu stórtjón af stöðvun á vinnslu þeirrar mjólk- ur, sem ekki fer til beinnar neyzlu, en það er á Akureyri um 75% af allri innveginni mjólk. En aldrei hafði komið til orða að stöðva gerilsneyðingu og dreifingu á nýmjólk. Framkvæmd verkfallsins var frá upphafi og til loka sii auð- veldasta, sem um getur í sögu verkalýðsfélaganna á Akur- eyri. Tilraunir til verkfallsbrota var tæpast unnt að segja að kæmu fyrir, en verkfallsverðir voru þó að stöðugu eftir- liti á nóttu sem degi. Höfðu þeir aðsetur ásamt verkfalls- stjórnum félaganna í vistlegum samkomusal Alþýðuhússins. Var þar oft fjölmenni samankomið og ríkti þar einhugur í hezta lagi og fullkomin regla. Áberandi var að í hinni virku verkfallsvörzlu bar ekki síður á ungum iðnverkamönnum og verzlunar- og skrifstofumönnum en þeim eldri verka- mönnum, sem flesta verkfallshildi hafa háð á liðnum árum. Var þetta því athyglisverðara sem iðnverkafólk á Akureyri hafði ekki átt í verkfalli sl. 25 ár og verzlunarfólk aldrei fyrr staðið í verkfalli enda var verkfall verzlunarfólksins hið fyrsta í þeirri starfsgrein hér á landi. En þótt framkvæmd verkfallsins færi friðsamlega fram og engin sérstök tíðindi yrðu af álökum var sízt unnt að segja að tíðindalaust væri fyrstu verkfallsvikuna. Hver at- burðurinn rak annan og stefndu allir að hinu óumflýjan- lega: uppgjöf atvinnurekenda. Á öðrum verkfallsdeginum 30. maí bar sáttasemjari ríkisins fram liina frægu smánar- tillögu ríkisstjórnarinnar og krafðist allsherjaratkvæða- greiðslu um hana í félögunum í Reykjavík. Hún var hins-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.