Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 31

Réttur - 01.05.1961, Page 31
R É T T U R 191 kaups var stungið í bréfakörfuna. Eftir þessa samninga var ljóst að áframhaldandi þvergirðingsháttur Vinnuveitenda- sambandsins og ríkisstjórnarinnar var ekkert annað en hrein skemmdar- og hefndarstarfsemi, sem skaðaði þjóðina alla um milljónaverðmæti dag hvern, en breytti engu um endanlega lausn. Sívaxandi ólgu og óánægju tók nú að gæta meðal þeirra atvinnurekenda á Akureyri, sem skipulagðir voru í Vinnu- veitendafélaginu og einn af öðrum tóku þeir nú að gefa lönd og leið öll boð og bönn forustuklíkunnar í Reykjavík. Daglegir fundir hófust nú innan félagsins og sóttu þeir stöðugt á, sem kröfðust samninga. I annan stað brast nú flótti í lið kaupmanna, sömdu fyrst einn og einn, en að lokum Verzlunarmannafélagið í heild. I bæjarstjórn Akur- eyrar urðu harðar deilur um afstöðu bæjarfélagsins, sem lyktaði með því að þar var myndaður nýr meirihluti 5 íhaldsfulltrúa og eina kratans, sem þar á sæti, um það „göfuga“ verk að halda l)æjarfélaginu í deilu við verka- lýðsfélögin „þar til allir vinnuveitendur hefðu samið.“ Varð Akureyrarbær undir hinni nýju forustu þannig síð- asti aðilinn, seni undirskrifaði hina nýju sanminga (8. júní). Þann 7. júní, að kvöldi, gáfust svo síðustu atvinnurekend- urnir í Vinnuveitendafélaginu upp með samþykkt félagsins í heild á sömu samningum og áður voru gerðir við KEA og SIS og var verkfallinu á Akureyri þar með lokið að öðru en því, að ósamið var enn við Sveinafélag járniðnaðar- manna, sem ekki hafði verið með í allsherjarsamstarfi fé- laganna og einnig var um hríð enn ósamið við nokkra iðn- t'ekendur, sem afsalað höfðu samningsrétti sínum til Félags lsk iðnrekenda. Einn og einn komu þessir iðnrekendur svo m Iðju smám saman og undirrituðu yfirlýsingar um, að þeir hlytu í einu og öllu sömu samningum og samvinnufé-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.